Einstakt altari

8. júlí 2019

Einstakt altari

Altari í Lindakirkju

Þegar hús eru smíðuð taka smiðir sér oft fyrir hendur að reka saman vinnuborð til að nota við smíðina. Þau eru gjarnan úr mótatimbri og jafnan traust því að mörg og þung hamarshögg munu dynja á því borði. Vinnuborðin þurfa ekki aðeins að þola hamarshögg heldur og sögun, fleygun og málningu. Það táknar frelsi smiðsins til athafna.

Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá ÍSTAKI að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar.

Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.

En þetta vinnuborð sem myndin sýnir hlaut önnur örlög en spýtnahaug í lok byggingar. Göfugt hlutverk beið þess. Því var búinn staður í kapellu Lindakirkju.

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, sagði tíðindamanni kirkjan.is að hugmynd hefði komið upp um að nota þetta sögulega borð sem altari. Í fyrstu voru menn ögn hikandi en eftir dálitlar vangaveltur sáu þeir hvað þetta var snjöll hugmynd og fögur. Í raun má segja að smíði kirkjunnar hafi hafist á borði þessu sem nú er orðið altari, hinn helgasti staður hverrar kirkju og kapellu, þar sem smiðurinn mikli býður til borðhalds sem byggir menn upp til sálar og líkama.

Altarisdúkurinn er krossmyndaður og prjónaður af sr. Dís Gylfadóttur, presti við kirkjuna. Sr. Guðmundur Karl sá dag nokkurn að sr. Dís – sem þá var reyndar ekki orðin prestur – var í dáfallegri peysu sem hún hafði prjónað. Stakk hann upp á því að hún prjónaði altarisdúk úr sama garni og í sömu litum. Það gerði hún með mikilli gleði og nú prýðir sá sögufrægi altarisdúkur hið sögufræga borð.

Segja má að þetta sé einstakt altari í íslensku guðshúsi.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup