Simultaneo sönghópurinn

09. júlí 2019

Simultaneo sönghópurinn

Simultaneo sönghópurinn

Simultaneo sönghópurinn frá Gdansk í Póllandi kemur og heimsækir Sumartónleika í Skálholti helgina 13.-14. júlí.

Á dagskrá helgarinnar eru m.a. pólsk barokktónlist, nýjar tónsmíðar, bæði pólskar sem og frá Eistlandi og Íslandi.

Simultaneo sérhæfa sig í flutningi gamallrar- og nútímatónlistar. Hópurinn einbeitir sér að því að finna líkindi milli þessara ólíku tónlista og nýta hann við flutninginn.

Simultaneo hafa komið fram víðsvegar á hátíðum tileinkuðum bæði gamalli og nýrri tónlist. Í ágúst munu þau taka þátt í alþjóðlegri vinnustofu í Helsinki undir stjórn Paul Hillier og sönghóp hans, Theatre of Voices.

Dagskrá:

Laugardagur 13. júlí

13:00 Karol Kisiel stjórnandi Simultaneo heldur fyrirlestur um Pólska tónlist í Skálholtsskóla.

14:00 Barokk frá Póllandi. Pólski sönghópurinn Simultaneo flytur barokktónlist frá Póllandi og nágrannalöndum. Stjórnandi Karol Kisiel.

16:00 Ný tónlist frá Póllandi. Sönghópurinn Simultaneo frá Gdansk flytja nýja tónlist frá heimalandinu og víðar. Stjórnandi Karol Kisiel.

Sunnudagur 14. júlí

14:00 Nýtt og gamalt frá Póllandi. Sönghópurinn Simultaneo flytja úrval af pólskri barokk- og samtímatónlist.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Sýning

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Samfélag

Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina
20
júl.

Þau standa vaktina

...villtur lax úr Hvítá og nýjar íslenskar kartöflur...
Dr. Munib Younan og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup
19
júl.

Málþing á morgun í Skálholti

...að leysa ágreining, koma á friði og vinna að sáttargjörð
Hellnakirkja - listsýning og viðgerð
19
júl.

Þegar kirkja gliðnar

...enginn sannkristinn maður vill að guðshúsið hlaupi út undan grunni sínum og í sjó fram.