Simultaneo sönghópurinn

09. júlí 2019

Simultaneo sönghópurinn

Simultaneo sönghópurinn

Simultaneo sönghópurinn frá Gdansk í Póllandi kemur og heimsækir Sumartónleika í Skálholti helgina 13.-14. júlí.

Á dagskrá helgarinnar eru m.a. pólsk barokktónlist, nýjar tónsmíðar, bæði pólskar sem og frá Eistlandi og Íslandi.

Simultaneo sérhæfa sig í flutningi gamallrar- og nútímatónlistar. Hópurinn einbeitir sér að því að finna líkindi milli þessara ólíku tónlista og nýta hann við flutninginn.

Simultaneo hafa komið fram víðsvegar á hátíðum tileinkuðum bæði gamalli og nýrri tónlist. Í ágúst munu þau taka þátt í alþjóðlegri vinnustofu í Helsinki undir stjórn Paul Hillier og sönghóp hans, Theatre of Voices.

Dagskrá:

Laugardagur 13. júlí

13:00 Karol Kisiel stjórnandi Simultaneo heldur fyrirlestur um Pólska tónlist í Skálholtsskóla.

14:00 Barokk frá Póllandi. Pólski sönghópurinn Simultaneo flytur barokktónlist frá Póllandi og nágrannalöndum. Stjórnandi Karol Kisiel.

16:00 Ný tónlist frá Póllandi. Sönghópurinn Simultaneo frá Gdansk flytja nýja tónlist frá heimalandinu og víðar. Stjórnandi Karol Kisiel.

Sunnudagur 14. júlí

14:00 Nýtt og gamalt frá Póllandi. Sönghópurinn Simultaneo flytja úrval af pólskri barokk- og samtímatónlist.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Sýning

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Samfélag

Kvöldkirkjan í Hallgrímskirkju á morgun
23
okt.

Kvöldkirkjan fer af stað

...kyrrð og íhugun, slökun og hvíld
Anna Sigga, kröftug kirkjukona og hæfileikarík
23
okt.

Fólkið í kirkjunni: Söngur í hverri taug

... á leiðinni út í búð að kaupa átta sviðahausa
Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta
22
okt.