Dagskrá Skálholtshátíðar 2019

11. júlí 2019

Dagskrá Skálholtshátíðar 2019

Skálholtshátíð 2019

Tónleikar, hátíðarmessa, seminar, pílagrímagöngur, leiðsögn um náttúru landsins og minjar, hátíðarsamkoma, höggmyndasýning, útimessa og tíðasöngur. - Alla helgina eru veitingar í Skálholtsskóla og gisting.

Þorláksmessumorgun 20. júlí verður útimessa við Þorlákssæti, opið seminar og samtal með dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins og biskupi í Jórdaníu og Landinu helga, leiðsögn og ganga um náttúru og minjar og tónleikar Skálholtskórsins.

Sunnudag 21. júlí eru orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar, pílagrímagöngulok, hátíðarmessa og hátíðardagskrá. Hátíðarerindi flytur Bogi Ágústsson.

*Upplýsingar og skráning í Skálholti s. 486 8870, skalholt@skalholt.is og á vef Skálholts, www.skalholt.is undir viðburðir.

 

Hér eru nánari upplýsingar um dagskrá Skálholtshátíðarinnar:

Föstudagur 19. júlí.

Kvöldbæn í Þorláksbúð kl. 18. Hópur presta leiðir tíðargjörðina.

Laugardagur 20. júlí, Þorláksmessa að sumri.

Útimessa við Þorlákssæti kl. 9. Skálholtshátíð sett.

Seminar og samtal kl. 10-12. Dr. Munib Younan, fv. forseti Lútherska Heimssambandsins og biskup í Jóradínu og Landinu helga, flytur erindi og svarar fyrirspurnum undir yfirskriftinni: “Just Wars and Just Peace: What is the role of religion in reconciliation?” Mun hann m.a. taka dæmi af Miðausturlöndum og víðar. Erindið og umræðurnar fara fram á ensku og er öllum opið. Seminarið er haldið í samstarfi við Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar.


Þegar biskup Munib Younan hlaut friðarverðlaun The Niwano Peace Foundation 2017 fékk hann m.a. þessi ummæli: "The awarding body praised Bishop Younan, also President of the Lutheran World Federation, for the way he "has devoted his life to building peace with justice in the Middle East and globally." He "continues tirelessly in a self-sacrificing manner promoting dialogue and joint action between religions and over ethnic and national divisions." Munib hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum allt frá 10. áratugnum og nýtur mikillar virðingar víða um heim en ekki síst þar sem unnið hefur verið að samstarfi trúarhreyfinga og kirkjudeilda. Önnur myndin er tekin í Lundi í Svíðþjóð á merkilegri samkirkjulegri hátíð í tilefni 500 ára siðbótar og er Munib hér sessunautur hans heilagleika í Róm, Frans páfa. Skráning á námskeiðið er hér á heimasíðunni undir Viðburðir.

Hádegisverður í Skálholtsskóla kl. 12.

Opnun höggmyndasýningar Rósu Gísladóttur á útilistaverkum í Skálholti.

Leiðsögn og ganga um náttúru og minjar kl. 13.30

Síðdegiskaffi í Skálholtsskóla kl. 15.

Tónleikar Skálholtskórsins í Skálholtskirkju kl. 16 Tónlist eftir J.S. Bach. Skálholtskórinn. Kórstjóri og organisti: Jón Bjarnason. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir. Fiðlur: Páll Palomares og Gunnhildur Daðadóttir. Lágfiðla: Þórarinn Már Baldursson. Selló: Hrafnkell Orri Egilsson. Kontrabassi: Alexandra Kjeld. Óbó: Matthías Nardeau, Össur Ingi Jónsson og Rögnvaldur Konráð Helgason. Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18.

Hátíðarkvöldverður fyrir gesti og flytjendur á hátíðinni kl. 19.

Sunnudagur 21. júlí, Skálholtshátíð.

Morgunbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 9 árdegis.

Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar kl. 11 í Skálholtsdómkirkju. Orgelverk eftir J.S Bach.

Hádegisverður í Skálholtsskóla kl. 12.

Hátíðarmessa á Skálholtshátíð kl. 14. Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Trompetar Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur I Sigurðsson. Dr. Munib Younan prédikar. Sr. Egill Hallgrímsson og sr. Kristján Björnsson þjóna ásamt dr. Munib Younan, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni, sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur, sr. Örnu Grétarsdóttur, Drífu Hjartardóttur, sr. Óskari H. Óskarssyni og Erlendi Hjaltasyni. Fyrir messu er móttaka pílagrímagöngufólksins.

Kirkjukaffi í Skálholtsskóla kl. 15.15.

Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju kl. 16

Ávarp: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Hátíðarerindið flytur Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Sr. Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, flytur erindi um pílagrímagöngur. Ávörp flytja dr. Munib Younan og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Skálholtskórinn og einleikarar flytja tónlist á dagskránni með Jóni Bjarnasyni, dómorganista. Vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson stýrir dagskrá og slítur Skálholtshátíð 2019 með fararbæn og blessun.

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Hópur presta leiðir tíðargjörðina.

*Upplýsingar og skráning í Skálholti s. 486 8870, skalholt@skalholt.is og á vef Skálholts, www.skalholt.is undir viðburðir.

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut