Boðið í leikhús í kirkju

23. ágúst 2019

Boðið í leikhús í kirkju

Einar Áskell fæst við smíðar

Einar Áskell er kunnur drengur og nú gefst fólki tækifæri til að sjá brúðuleiksýningu um hann í sunnudagaskólanum í Lindakirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00.

Þessi sýning var á fjölum Þjóðleikhússins á sínum tíma.

Fylgst er með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf verður ævintýri líkast. Einari Áskeli finnst fátt eins skemmtilegt og þegar pabbi hans gefur sér tíma til að leika við hann. Það næst skemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina!

Brúðuleikur, brúðugerð og leikmynd: Bernd Ogrodnik
Handrit byggt á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell, eftir Gunillu Bergström
Leikstjórn: Kristján Ingimarsson
Búningar: Helga Björt Möller

Allir eru velkomnir! 


  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hátíðarstund í Dómkirkjunni
15
sep.

Gleðirík hátíð

Kjarnmikið ungt fólk kemur til starfa
Dómkirkjan skömmu fyrir 1879
14
sep.
Biskup setti Leikmannastefnuna
14
sep.

Leikmannastefna sett

...vettvangur almennra skoðanaskipta um málefni kirkjunnar