Leikmannastefna sett

14. september 2019

Leikmannastefna sett

Biskup setti leikmannastefnuna

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar var sett í 33ja sinn í morgun í Háteigskirkju. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, setti stefnuna.

Ræddi hún meðal annars sóknargjaldamálið en lítið hefur þokast í þeim málum. Á vísitasíum sínum hefur hún séð að margir söfnuðir eru í vandræðum vegna skertra sóknargjalda. Taldi biskup að nú væri kominn tími aðgerða í þeim efnum eins og í loftslagsmálunum. Þá minnti hún á tímabil sköpunarinnar sem er nýhafið í kirkjunni og stendur yfir til 4. október. Í því sambandi gat hún um viðburð í Skálholti á mánudaginn, 16. september, en þá verður tekinn þar í notkun sérstakur reitur til að planta trjám í svo söfnuðir hafi tækifæri til að kolefnisjafna starf sitt. Hefst sá viðburður kl. 17.00.

Leikmannastefna er vettvangur almennra skoðanaskipta um málefni leikmanna, kirkju og faglegur samráðsvettvangur aðila.

Síðan var gengið til þingstarfa. Fundarstjóri var kjörinn Reynir Sveinsson.

Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson, flutti skýrslu leikamannaráðs. 

Síðan hófst kynning á Þjónustumiðstöð Biskupsstofu. 

Eftir hádegi verður Reykjavíkurprófastsdæmi vestra kynnt. Þá verða umræður valinkunnra einstaklinga um framtíð kirkjunnar. 

Leikamannstefnu verður slitið um klukkan 16.00.

Öllum er heimilt að hlýða á umræður sem fram fara í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Almennt um leikmannastefnu má sjá hér.

Sr. Sigfús Kristjánsson kynnti Þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju ásamt fleirum

 

 


  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

  • Námskeið

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup