Eldhugi í umhverfismálum

08. október 2019

Eldhugi í umhverfismálum

Sr. Jim Antal, umhverfisverndarsinni

Dr. Jim Antal hefur verið aðgerðasinni í umhverfismálum frá fyrsta Jarðardeginum árið 1970.

Séra Antal starfar innan Sameinaðrar kirkju Krists í Bandaríkjunum sem telur milljón fullorðinna einstaklinga í 5000 söfnuðum. Frá 2006 til 2018 var hann leiðtogi kirkjunnar í Massachusette fylki. Nú starfar hann sem sérstakur ráðgjafi landsleiðtoga United Church of Christ í umhverfismálum.

Jim Antal er mikill eldhugi í prédikun sinni og er sérstaklega kunnur fyrir vakningarbækur sínar um mikilvægi afstöðubreytingar í umhverfismálum. Hundruð safnaða um öll Bandaríkin eru um þessar mundir að lesa bók hans, Loftslagskirkja – Loftslagsheimur (Climate Church – Climate World) sem út kom í fyrra. Hann hefur haft mikil áhrif á stefnu United Church of Christ í loftslags- og umhverfismálum.
Antal útskrifaðist frá Princeton háskóla og Guðfræðiskólanum í Yale.

Hann er hér á Íslandi í boði þjóðkirkjunnar og tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um Umhverfissiðbót í þágu jarðar, sem hófst í dag þriðjudaginn 8. okt., og í málstofu á Hringborði norðurslóða um Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, föstudaginn 11. október.

Hann prédikar næstkomandi sunnudag, 13. október, í Grafarvogskirkju kl. 11.00.


 • Fræðsla

 • Frétt

 • Fundur

 • Menning

 • Messa

 • Samfélag

 • Trúin

 • Viðburður

 • Fræðsla

 • Menning

 • Samfélag

Vináttuandi ríkir á Vopnafirði
16
okt.

Vinavikan á Vopnafirði

...mjög jákvæð áhrif á bæjarlífið
Skotlandsfarar á leið til Iona
16
okt.

Kirkjufólk til Skotlands

...allir glaðir og endurnærðir
Gleði og ánægja sveif yfir vötnum
16
okt.

Haustnámskeið Vestfjörðum

... árangurinn lætur ekki á sér standa