Vinavikan á Vopnafirði

16. október 2019

Vinavikan á Vopnafirði

Vináttuandi ríkir á Vopnafirði

Það alltaf líf og fjör á Vopnafirði þegar vinavikan gengur í garð. Hún hófst í gær og er þetta í tíunda skipti sem hún er haldin. Segja má að vinavikan sé viðburður sem hefur fest sig í sessi hjá Vopnfirðingum og á sérstakan stað í hjarta þeirra.

Það eru börnin í æskulýðsfélagi kirkjunnar sem hafa að mestu leyti veg og vanda að öllum undirbúningi með aðstoð sóknarprestsins, sr. Þuríðar Bjargar Wiium Árnadóttur. „Þau eru 25 alls og eru mjög áhugasöm um starfið,“ segir hún. „Þetta eru börn úr 8. – 10. bekk skólans.“

Vikan hefst með því að krakkarnir fara um bæinn og flagga vinavikufánanum, hengja upp vinaleg skilaboð um allan bæ og skreyta fyrirtæki og verslanir. Svo er boðið í Pálínuboð og bingó í safnaðarheimilinu en fyrirtæki og verslanir gefa ýmsa vinninga.

Sr. Þuríður Björg segir að vinavikan hafi mjög jákvæð áhrif á bæjarlífið og góð stemning sé í kringum hana. Allir leitist við að sýna öllum vinsemd í orði og verki. Enda er markmið vinavikunnar að skapa samstöðu meðal bæjarbúa og minna á hin sönnu verðmæti lífsins: vináttu og kærleik en á þeim verðmætum er grunnur kristinnar trúar byggður.

Boðskapur Jesú Krists hefur verið börnunum hvatning í öllum undirbúningi vinavikunnar. Þau fræðast um mikilvægi hvers og eins, náungakærleikann og mikilvægi vináttunnar.

„Á morgun fer hópur barna í heimsókn á elliheimilið,“ segir sr. Þuríður Björg. „Það mun svo sannarlega gleðja þau öll, bæði unga og gamla fólkið.“

Hægt er að fylgja vinavikunni á Instragram undir Hofsprestakall.

Facebókarsíðar Vinavikunnar er hér.

 











  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut