Fermingarbörn safna

28. október 2019

Fermingarbörn safna

Söfnun fermingarbarna hefst á morgun

Börn í fermingarfræðslu hafa undanfarin tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar með því að ganga í hús í sóknum um allt land með bauk hjálparstarfsins. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en í fyrra söfnuðu þau rúmum 7,8 milljónum króna með þessum hætti.

Þessi árlega söfnun fermingarbarnanna hefst á morgun, þriðjudaginn 29. október og lýkur 31. október. Safnað er til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

Fermingarbörnin fá að kynnast í vetur þróunarsamvinnu og hjálparstarfi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau fá innsýn í líf fólksins sem býr á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins og rætt er við fermingarbörnin um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Börnunum er leiðbeint um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd, áður en söfnunin hefst. Fyrir þeim er brýnt að fara alltaf tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.

„Við teljum að með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar.

Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499.

Sjá hér Hjálparstarf kirkjunnar.


 • Æskulýðsmál

 • Barnastarf

 • Fræðsla

 • Frétt

 • Hjálparstarf

 • Kærleiksþjónusta

 • Menning

 • Samfélag

 • Söfnun

 • Fræðsla

 • Hjálparstarf

 • Menning

 • Samfélag

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup