Þorlákshafnarprestakall laust

3. nóvember 2019

Þorlákshafnarprestakall laust

Þorlákshafnarkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur:
Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og hin fornfræga Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.

Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 9. desember 2019.

Sjá nánar hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Biskup

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju