Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

30. desember 2019

Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

Altaristaflan í Eyrarbakkakirkju er máluð af Louise Danadrottningu, konu Kristjáns konungs IX., og gefin kirkjunni 1891

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall rann út á miðnæti 18. desember s.l.

Einn sótti um, sr. Arnaldur Bárðarson, settur sóknarprestur í prestakallinu. 

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2020.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

Minningarstund var í Flateyrarkirkju í gærkvöldi

Minningarathöfn á Flateyri

27. okt. 2020
...falleg og virðuleg
Þótt kirkjubekkir séu auðir um stund fylgist fjöldi fólks með helgihaldi gegnum streymiskirkjuna á netinu og nýtur þess

Streymiskirkja í vetrarbyrjun

26. okt. 2020
Sjáið bara!
Ekið um Dýrafjarðargöng og þau blessuð (skjáskot)

Frumleg og einstök blessun

26. okt. 2020
Dýrafjarðargöng opnuð