Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

30. desember 2019

Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

Altaristaflan í Eyrarbakkakirkju er máluð af Louise Danadrottningu, konu Kristjáns konungs IX., og gefin kirkjunni 1891

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall rann út á miðnæti 18. desember s.l.

Einn sótti um, sr. Arnaldur Bárðarson, settur sóknarprestur í prestakallinu. 

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2020.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

HM 2018 - Ísland - Argentína í Moskvu 16. júní. Þjóðsöngur Íslands leikinn - textinn er sálmur, lofsöngur. Mynd: Pétur Hreinsson.
20
jan.

Spennandi málþing: Trú og íþróttir

„Ég tigna boltann og lít til hans sem væri hann Guð.“
Sr. Petrína Mjöll fyrir altari, Þórey Dögg og Arngerður lásu ritningarlestra
19
jan.

Kirkjan að störfum: Eldri borgarar og nýtt ár

...blandaður hópur í kirkjunni
Morgunkaffi í Seltjarnarneskirkju
16
jan.

Kirkja og samfélag

...kirkjan rækti nærsamfélagið