Alþjóðlega bænavikan

13. janúar 2020

Alþjóðlega bænavikan

Steindur gluggi í Seljakirkju eftir Einar Hákonarson

Venju samkvæmt er dagskrá alþjóðlegu bænavikunnar sem hefst á laugardaginn 18. janúar, fjölbreytileg og það eru mörg trúfélög sem koma að henni. Hún fer bæði fram í Reykjavík og á Akureyri. 

Yfirskrift alþjóðlegu bænavikunnar er: Þau sýndu sýndu oss einstaka góðmennsku (sbr. Postulasagan 28:2).

Sérstök athygli er vakin á útvarpsmessu sem verður í Grensáskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 11.00.

Þá skal og vakin athygli á málþingi í Íslensku Kristskirkjunni í Fossaleyni 14 en það stendur yfir á þriðjudeginum 21. janúar frá kl. 18.00 til 21.00. Þar verður rætt um samstarf milli trúarbragða í ljósi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Frummælendur á málþinginu eru Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Magnea Sverrisdóttir, ráðgjafi fyrir stjórn Lútherska heimssambandsins og Timur Zolotuskiy, prestur Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Boðið er upp á léttan kvöldverð (frjáls framlög) eftir erindin og síðan eru pallborðsumræður. Sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, situr í pallborði ásamt frummælendum. Ólafur Hauksteinn Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar, flytur upphafsorð og bæn. Fundarstjóri er Sigríður Schram.

Á lokadegi alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar er farið í bænagöngu kl. 17.00 frá kirkju Óháða safnaðarins. Boðið er upp á kaffi fyrir göngu og svo er bæna- og söngstund í kirkjunni. Lagt er af stað rúmlega fimm og komið við í Háteigskirkju þar sem einnig er bæn og söngur. Söngfólk frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni leiðir einfaldan söng á göngunni. Gangan endar við Fíladelfíu, Hátúni 2 og þar hefst lokasamvera bænavikunnar kl. 18.00.

Fólk er hvatt til að taka þátt í öllum viðburðum hinnar alþjóðlegu bænaviku. 

Hér má sjá dagskrá alþjóðlegu bænavikunnar:

Laugardagur 18. janúar 2020 - Dagur 1
Blessun hafsins í Nauthólsvík kl. 16.00
Sunnudagur 19. janúar 2020 – Dagur 2
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00 frá Grensáskirkju
Mánudagur 20. janúar 2020 - Dagur 3
Bænastund i í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20.00
Þriðjudagur 21. janúar 2020 - Dagur 4
Fyrirlestrar og samtal í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14 kl. 18.00-21.00.
Efni: Samstarf milli trúarbragða í ljósi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Miðvikudagur 22. janúar 2020 - Dagur 5
Samvera í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20.00
Fimmtudagur 23. janúar 2020 - Dagur 6
Samvera á Hjálpræðishernum í Mjódd kl. 20.00
Föstudagur 24. janúar 2020 - Dagur 7
Samvera í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti kl. 20.00
Laugardagur 25. janúar 2020 - Dagur 8
Helgiganga frá Óháða söfnuðinum kl. 17.00
Lokasamvera í Fíladelfíu kl. 18.00

Dagskráin á Akureyri:

Laugardagur 18. janúar 2020 - Dagur 1
Guðsþjónusta kl. 12.00 í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14, Akureyri
Sunnudagur 19. janúar 2020 – Dagur 2
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri og nágrenni
Mánudagur 20. janúar 2020 - Dagur 3
Bænastund kl. 17.00 í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20, Akureyri
Þriðjudagur 21. janúar 2020 - Dagur 4
Bænastund kl. 19.00 í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri
Miðvikudagur 22. janúar 2020 - Dagur 5
Bænastund kl. 12.00 á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10, Akureyri
Fimmtudagur 23. janúar 2020 - Dagur 6
Bænastund kl. 12.00 í Akureyrarkirkju
Sameiginleg samkoma kl. 20.00 í Glerárkirkju, Bugðusíðu 2, Akureyri
Laugardagur 25. janúar 2020 - Dagur 8
Málþing kl. 13.00-15.00 í Glerárkirkju
Efni: Ríki, kristin trúfélög og trúfrelsi

Þjóðkirkjan er aðili að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem er samvinnuvettvangur kristinna kirkna og kirkjulegra hreyfinga á Íslandi. Aðild að þessari nefnd eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Betanía og Þjóðkirkjan. 

Dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir er formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga.

Það efni sem notast er við í starfi alþjóðlegu bænavikunnar kemur frá Alkirkjuráðinu og var unnið af Maltverjum. Þess skal getið að 10. febrúar minnast margir kristnir menn á Möltu skipbrots Páls postula og þakka fyrir komu kristinnar trúar til eyjarinnar – sjá 28. kafla Postulasögunnar. 

Hér má sjá gott yfirlit yfir hina alþjóðlegu bænaviku. 

Sjá hér um samkirkjuleg málefni.

Facebókarsíða alþjóðlegu bænavikunnar.

hsh

 

 


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju