Tímamót

22. janúar 2020

Tímamót

Sr. Helga og Ingunn mannauðsstjóri handsala samninginn eftir undirritun - söguleg stund í dag á Biskupsstofu, Katrínartúni 4

Sr. Helga Kolbeinsdóttir er fyrsti presturinn sem skrifar undir ráðningarsamning við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu í kjölfar þess að kirkjan tók við öllum sínum starfsmannamálum um áramótin.

Þessi tímamótaundirritun fór fram á Biskupsstofu í dag að viðstöddum mannauðsstjóra kirkjunnar, Ingunni Ólafsdóttur.

Sr. Helga var ráðin prestur við Digranesprestakall frá og með 1. janúar 2020.

Sr. Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018. Hún var vígð sem æskulýðsprestur í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi 25. ágúst 2019.

Digranesprestakall er ein sókn, Digranessókn, með rúmlega 9.700 íbúa og eina kirkju, Digraneskirkju. Sóknin er á samstarfssvæði með Hjallasókn.

Sóknarprestur er sr. Gunnar Sigurjónsson.

Heimasíða Digraneskirkju.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Menning

  • Samfélag

Græna stúdíóið - frá vinstri: Páll Ásgeir Davíðsson, Einar Karl Haraldsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Græna stúdóið aldrei grænna

19. sep. 2020
...þátttaka almennings mikilvæg
Nýr einkennisklæðnaður kvenbiskupa

Nýr einkennisklæðnaður

18. sep. 2020
...finnsk áhrif
Bjalla kirkjuþings - gefin 1985

Kirkjuþingstíðindi

17. sep. 2020
...fundum kirkjuþings 2020 frestað