Sérstaka fréttin: Kirkjan selur flugafgreiðslu

23. janúar 2020

Sérstaka fréttin: Kirkjan selur flugafgreiðslu

Flugafgreiðslan er merkt með gulu - flugvöllurinn sést vel

Ekki er það á hverjum degi sem kirkjan býður flugafgreiðslu til sölu. Já, lesandi góður, þú last rétt. Flugafgreiðslu.

„Þó kirkjunnar fólk horfi til himins þá hefur það varla komið sér upp flugafgreiðslu?“ kann einhver gárunginn að spyrja.

Í jaðri flugvallarins í Önundarfirði stendur hús eitt sem notað var sem flugafgreiðsla. Flugvöllurinn er aflagður og stendur í landi prestssetursins Holts og húsið er eign kirkjunnar.

Í fundargerð kirkjuráðs frá 11. desember s.l. má lesa að ráðið hafi samþykkt að

„auglýsa flugafgreiðsluna ... til sölu með möguleika á lóðarleiguréttindum eða eftir atvikum til brottflutnings. Komi til gerðar lóðarleigusamnings annist fasteignasvið um að afmarka hæfilega lóð fyrir eignina.“

Húsið er úr timbri og í þokklalegu ásigkomulagi.

Aldrei að vita nema einhver sjái ýmis tækifæri í þessu og slái til.

hsh

 

Flugafgreiðsluhúsið


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar  kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi
19
feb.

Tvær ráðnar

Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall fullskipað
Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík
19
feb.

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Víða farið um Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall
Lokalóló.JPG - mynd
18
feb.

Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

Við, undirritaðir biskupar þjóðkirkjunnar, hvetjum dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi á forsendum mannúðar og kærleika.