Sérstaka fréttin: Kirkjan selur flugafgreiðslu

23. janúar 2020

Sérstaka fréttin: Kirkjan selur flugafgreiðslu

Flugafgreiðslan er merkt með gulu - flugvöllurinn sést vel

Ekki er það á hverjum degi sem kirkjan býður flugafgreiðslu til sölu. Já, lesandi góður, þú last rétt. Flugafgreiðslu.

„Þó kirkjunnar fólk horfi til himins þá hefur það varla komið sér upp flugafgreiðslu?“ kann einhver gárunginn að spyrja.

Í jaðri flugvallarins í Önundarfirði stendur hús eitt sem notað var sem flugafgreiðsla. Flugvöllurinn er aflagður og stendur í landi prestssetursins Holts og húsið er eign kirkjunnar.

Í fundargerð kirkjuráðs frá 11. desember s.l. má lesa að ráðið hafi samþykkt að

„auglýsa flugafgreiðsluna ... til sölu með möguleika á lóðarleiguréttindum eða eftir atvikum til brottflutnings. Komi til gerðar lóðarleigusamnings annist fasteignasvið um að afmarka hæfilega lóð fyrir eignina.“

Húsið er úr timbri og í þokklalegu ásigkomulagi.

Aldrei að vita nema einhver sjái ýmis tækifæri í þessu og slái til.

hsh

 

Flugafgreiðsluhúsið


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa í Háteigskirkju í Reykjavík

Forstöðustarf laust

29. sep. 2020
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar - 11. október
Hausthátíð Breiðholtskirkju, frá vinstri: Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, Steinunn Leifsdóttir, sóknarnefndarkona, og sr. Magnús Björn Björnsson

Hausthátíð í Breiðholti tókst vel

28. sep. 2020
...sígilt barnastarf
Fremsta röð frá vinstri: sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Elínborg Sturludóttir og þá sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og sr. Arnfríður Guðmundsdóttir

Prestsvígsla

27. sep. 2020
sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir