Verndarsjóður og skólaráð

24. janúar 2020

Verndarsjóður og skólaráð

Skálholtsdómkirkja og Þorláksbúð

Kirkjuráð skipaði á fundi sínum í desember í stjórn Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju.

Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er formaður sjóðstjórnar, og með honum í stjórn eru þau Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins og Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor H.Í. Varamenn eru sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digraneskirkju, Hreinn Loftsson, lögmaður og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Hlutverk sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá hans öflun, varsla og ráðstöfun fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á og við Skálholtsdómkirkju. Sjóðurinn var stofnaður af Skálholtsstað í ágúst 2016.

Skipulagsskrá sjóðsins má sjá hér.

Þá samþykkti kirkjuráð skipan skólaráðs Skálholtsskóla. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna, er formaður og með honum í ráðinu eru þau: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Varamenn: Sr. Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum, Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, Magnea Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Nánari ákvæði um starf og rekstur Skálholtsskóla skal tilgreint lögum samkvæmt í samþykktum hans sem kirkjuráð setur.

Sjá: Lög um Skálholtsskóla.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Menning

  • Samfélag

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar  kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi
19
feb.

Tvær ráðnar

Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall fullskipað
Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík
19
feb.

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Víða farið um Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall
Lokalóló.JPG - mynd
18
feb.

Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

Við, undirritaðir biskupar þjóðkirkjunnar, hvetjum dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi á forsendum mannúðar og kærleika.