Hvað skal gera?

31. janúar 2020

Hvað skal gera?

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni 21

Um áramótin varð sú breyting hjá Þjóðskrá Íslands að hún hætti að taka við beiðnum um skráningu í trú- og lífsskoðunarfélög sem berast á pappír fyrir milligöngu trú- og lífsskoðunarfélaga. Nú fer sú skráning aðeins fram með rafrænum hætti og hið rafræna eyðublað má sjá á vef Þjóðskrár, hér. Þetta þýðir jafnframt að einstaklingarnir sjálfir þurfa að óska eftir skráningu í trú-og lífsskoðunarfélag með því að senda inn rafræna beiðni um slíkt.

Þessi ákvörðun Þjóðskrár Íslands byggir á 4. gr. laga nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu, nánar tiltekið 2. og 6. lið 1. mgr. og 2. mgr. greinarinnar.

Af þessu tilefni rýndi kirkjan.is í slóð Þjóðskrár sem áhugasamir lesendur geta séð hér.

Ljóst er að skráning í trúfélag (eða lífsskoðunarfélag) eða ósk um breytingu á skráningu fer ekki lengur fram fyrir milligöngu presta eða forstöðumanna trú- og lífsskoðunarfélaga. Einstaklingarnir sjálfir sjá um það eða foreldrar þeirra og forráðamenn þegar um börn er að ræða – og það með rafrænum hætti. Fólk getur líka sjálft komið í afgreiðslu Þjóðskrár og tilkynnt um skráninguna og framvísað þá löggiltu skilríki.

Skráð á sama hátt og foreldrar

Þegar foreldar barns eru giftir eða skráðir í sambúð við fæðingu barns og eru í sama trúfélagi (eða lífskoðunarfélagi) eða utan trúfélaga, er barnið skráð með sama hætti og foreldrarnir. Séu foreldrarnir í sitthvoru félaginu eða bæði utan trúfélaga, er barnið skráð í það sem heitir ótilgreint trúfélag.

Hvað ef foreldrar barns eru ekki giftir eða í skráðri sambúð þegar barn fæðist? Þá er barnið skráð í sama trúfélag (eða lífsskoðunarfélag) og móðirin á meðan hún fer ein með forsjá barnsins.

Á að skrá barnið í þjóðkirkjuna?

Kirkjan.is vill vekja athygli starfsmanna kirkjunnar á þessum breytingum. Vert er að velta fyrir sér hvaða fyrirkomulag verðir á því þegar prestur skírir barn og vill athuga hvort það verði skráð í þjóðkirkjuna þegar til dæmis annað foreldri er í þjóðkirkjunni en ekki hitt. Telur presturinn það vera nauðsynlegt eða lætur hann það afskiptalaust? Þessi breyting hefur það í för með sér að presturinn getur ekki skráð barnið í kirkjuna heldur verða foreldrar/forsjáraðilar barnsins að sjá um það.

Börn eru skráð í eða utan trú- eða lífsskoðunarfélaga við nýskráningu í þjóðskrá þ.e. við fæðingu.

Þá má minna á að sé barn á aldrinum 12-15 ára ekki skráð í þjóðkirkjuna þarf að leita álits þess á því áður en til skráningar kemur. Þetta kemur eflaust upp hjá einhverjum fermingarbörnum á komandi vori því að þau þurfa að vera skírð - og helst skráð í þjóðkirkjuna áður en til fermingar kemur.

Þá kemur skýrt fram hjá Þjóðskrá Íslands að hún haldi ekki sérstakt félagatal trú- eða lífsskoðunarfélaga heldur sé aðeins um að ræða skráningu af hennar hálfu á því hvert sóknargjöldin skuli renna lögum samkvæmt.

hsh  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Samfélag

Lokalóló.JPG - mynd
20
feb.

Tvö störf héraðspresta laus

...umsóknafrestur til 4. mars n.k.
Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar  kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi
19
feb.

Tvær ráðnar

Garða- og Saurbæjarprestakall fullskipað
Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík
19
feb.

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Víða farið um Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall