Passíusálmar í útvarpi

14. febrúar 2020

Passíusálmar í útvarpi

Allir þekkja merki RÚV - mynd: hsh

Lestur Passíusálma í útvarpi er hafinn. Sumir segja það vera merki um að vorið sé á næsta leiti. Sú hugsun yljar mörgum um hjartarætur þegar naprir vindar blási úti og febrúarmánuður er meira að segja einum degi lengri en venjulega.

En fastan er gengið í garð og þá er lestur Passíusálmanna ómissandi þáttur hennar að mati margra - í raun trúar- og menningarviðburður sem verður seint vikið til hliðar.

Passíusálmarnir voru lesnir fyrst í útvarpi lýðveldisárið 1944. Fyrstur til að lesa var sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Sjá vef um séra Hallgrím Pétursson hér.

Nú á því herrans ári 2020 eru Passíusálmarnir lesnir af Sigurði Nordal. Hann var virtur maður, fræðimaður og skáld. Prófessor og sendiherra. Góður upplesari – en leitast hefur verið við að fá sem besta upplesara til að lesa þetta öndvegis trúar- og bókmenntaverk. Fólk með snilldarraddir og tilfinningu fyrir hrynjandi tungumálsins.

Sigurður Nordal fæddist árið 1888 og lést árið 1974.

Nú kann einhver að spyrja - eins og  kirkjan.is reyndar heyrði á förnum vegi samfélagsmiðlanna fyrir nokkru: Er ekki hægt að fá einhvern sem er lifandi til að lesa sálmana?  – og með fullri virðingu fyrir hinum ágætu upplesurum fyrri tíðar. Og hvað með konurnar – hvaða konur hafa lesið Passíusálmana í útvarpinu?

Kirkjan.is leitaði upplýsinga hjá RÚV um málið. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri, varð fyrir svörum:

„Við eigum mikið safn af þekktum röddum karla og kvenna sem lesa sálmana.
Okkur þykir mjög gaman að láta þessar raddir heyrast.
Á næsta ári les Steinunn Jóhannesdóttir sálmana.“

Svo mörg voru þau orð, þökk fyrir segir kirkjan.is, og hvetur lesendur sína til að leggja við hlustir. 

hsh


Af vef RÚV - skjáskot


Passíusálmar - 29. útgáfa 1858 - takið eftir verðinu:

 


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Sögur 2.jpg - mynd

Biblíusögur á Spotify

08. maí 2024
...gefnar út af Fossvogsprestakalli
Sr. Guðrún og frú Agnes

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

07. maí 2024
...fjölmiðlum boðið til fagnaðarins
Guðrún Karls-ný mynd.jpg - mynd

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

07. maí 2024
...síðari umferð lauk í dag