Tvö störf héraðspresta laus

20. febrúar 2020

Tvö störf héraðspresta laus

Biskup Íslands hefur auglýst tvö störf héraðspresta laus til umsóknar og er umsóknafrestur þeirra beggja til 4. mars n.k.

1. Óskað er eftir héraðspresti til þjónustu í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu, sem og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Nánari upplýsingar, t.d. starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, eru veittar hjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, s. 852 2970 og á Biskupsstofu, s. 528 4000.

Sjá nánar hér.

2. Óskað er eftir héraðspresti til þjónustu í Austurlandsprófastsdæmi frá og með 1. maí 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og Þjóðkirkjuna – biskupsstofu, sem og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Nánari upplýsingar, t.d. um starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur, prófasti Austurlandsprófastsdæmis, s. 698 4958 og á Biskupsstofu s. 528 4000.

Sjá nánar hér.

hsh
  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta, fyrir altari, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, og fjær sr. Ingólfur Hartvigsson
09
apr.

Allt er öðruvísi

Prestar og djákni í spítalaklæðum
Dómkirkjan í Reykjavík segir: Horfðu og hlustaðu heima!
08
apr.

Helgihald innanhúss

um bænadaga og páska í sjónvarpi og útvarpi
Krókusar eru vormerki í Laugarnesinu sem og annars staðar
08
apr.

Kraftur góðra hugmynda

Saman göngum við út í vorið!