Tveir prestar og tveir djáknar vígðir

1. mars 2020

Tveir prestar og tveir djáknar vígðir

Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni

Í morgun vígði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata, í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari. Dómkórinn söng og við orgelið var Kári Þormar. Fjölmennt var við vígsluguðsþjónustuna.

Pétur Ragnhildarson, mag. theol., var vígður sem æskulýðsprestur í Guðríðarkirkju og Fella-og Hólakirkju, í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Þóra Björg Sigurðardóttir mag. theol., var vígð til prestsþjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Vígsluvottar: sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Karl Valgarður Matthíasson, sem lýsti vígslu, og sr. Þráinn Haraldsson.

Djáknakandidat Anna Hulda Júlíusdóttir var vígð til þjónustu við orlof aldraðra á Löngumýri í Skagafirði, en hún var kölluð til þeirrar þjónustu af Eldriborgararáði Reykjavíkurprófastsdæmanna og Ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, og djáknakandidat Jóhanna María Eyjólfsdóttir var vígð sem djákni til þjónustu í Áskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar: Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir, og sr. Sigurður Jónsson og sr. Henning Emil Magnússon.

Um vígsluþega:

Anna Hulda Júlíusdóttir er fædd í Keflavík 1970. Hún lauk prófi í guðfræði – djáknanámi frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún hefur undanfarin ár starfað í orlofsbúðum eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði og hefur starfað við barna- og fermingarstarf í Siglufjarðarkirkju. Hún á tvo syni.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er fædd í Reykjavík 1967 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands, BA-námi í sagnfræði 1993 við Háskóla Íslands, stundaði um ársskeið meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við sama skóla. Lauk námi í djáknafræðum frá H.Í., 2017. Jóhanna hefur fjölbreyttan starfs- og stjórnunarferil að baki á sviðum sem snerta kirkju,- mennta- og samfélagsmál. Hún hefur til dæmis verið formaður og framkvæmdastjóri Pieta, sjálfsvígsforvarnarsamtakanna, starfað á útfararstofu, unnið með hælisleitendum, verið dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, og komið að stjórn og útgáfu blaða. Jóhanna María á tvo syni með fyrrum eiginmanni sínum, Alberti Pálssyni, en hann lést 2012. Jóhanna María hefur starfað í Áskirkju. 

Pétur Ragnhildarson er fæddur í Reykjavík árið 1993 og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 2012. Hann lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands 2019. Hann hefur starfað í rúman áratug með börnum og unglingum, verið æskulýðsfulltrúi, yfirmaður frístundar í Barnaskólanum í Reykjavík, sem forstöðumaður í sumarbúðum og fleira. Pétur situr í fulltrúaráði Hjálparstarfs kirkjunnar, er einn af fulltrúum þjóðkirkjunnar í Global Young Reformers Network á vegum Lútherska heimssambandsins og er varamaður í jafnréttisnefnd kirkjunnar. Hefur einnig átt sæti á kirkjuþingi unga fólksins

Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og BS-prófi í sálfræði frá sama skóla 2016. Hún hefur starfað sem ritari og æskulýðsfullrúi við Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en komið að kristilegu starfi frá árinu 2008 m.a. á vegum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Ölveri.

Eiginmaður hennar er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, kerfisstjóri. Þau eiga tvö börn og búa á Akranesi.

Á mynd með frétt eru: Fremsta röð frá vinstri: sr. Þóra Björg Sigurðardótitr, sr. Pétur Ragnhildarson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Anna Hulda Júlíusdóttir, djákni, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni, og þá miðröð frá vinstri: sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Karl V. Matthíasson, Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, Rósa Kristjánsdóttir, djákni, sr. Elínborg Sturludóttir. Aftasta röð: sr. Henning Emil Magnússon, sr. Þráinn Haraldsson, sr. Guðmundur Karl Ágústsson, og sr. Sigurður Jónsson.

hsh


Víglsuþegar fyrir vígslu: Pétur, Þóra Björg, Anna Hulda og Jóhanna María

 
Dómkórinn söng og Kári Þormar var organisti
  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju