Bænadagur kvenna

3. mars 2020

Bænadagur kvenna

Alþjóðlegur bænadagur kvenna - konur í Simbabve eiga orðið

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn föstudaginn 6. mars í húsnæði KFUM og K við Holtaveg 28 í Reykjavík. Hann hefst formlega kl. 18.00 og lýkur kl. 20.00. Á dagskrá er meðal annars söngur Kvennakórsins Ljósbrot og honum stjórnar Keith Reed. Þá verðar lesnar frásögur og bréf kvenna frá Simbabve. Bænarefni þeirra verða einnig kynnt og tekið undir þau. Fundarfólk getur látið fé af hendi rakna til Barnaheilla til að koma börnum í Simbabve til hjálpar en þau búa við afar bágar aðstæður – sjá hér.

Í lokin verður kaffiboð.

Bæna- og samverustundir eru víðar haldnar á þessum degi en á Holtavegi og er fólk hvatt til að skoða heimasíður og Facebókarsíður sóknarkirkna sinna og sjá hvað þar er um að vera á föstudaginn.

Yfirskrift bænadagsins að þessu sinni er: „Statt upp, tak rekkju þína og gakk.“ (Jóhannesarguðspjall 5.11).

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn víða um heim og á sér djúpar rætur. Upphaf hans er í Bandaríkjunum á 19du öld en hingað til lands kom hann frá Noregi. 

Bænadagur kvenna var fyrst haldinn hér á landi í mars 1935 fyrir tilstuðlan Guðrúnar Lárusdóttur, rithöfundar og alþingiskonu, en hún var í forsvari fyrir Kristniboðsfélag kvenna. Þá var dagurinn haldinn í eitt skipti en árlega frá sjötta áratug síðustu aldar eins og lesa má um á bls. 275 í vandaðri ævisögu Guðrúnar sem kom út fyrir jól og ber heitið: En tíminn skundaði burt, eftir Málfríði Finnbogadóttur. Sjá nánar um þá bók hér.

Þessi bænadagur er samkirkjulegur og koma konur úr ýmsum kristnum trúfélögum að skipulagningu dagsins eins og Aðventkirkjunni, Aglow, Fríkirkjunni í Reykjavík, Hjálpræðishernum, Hvítasunnusöfnuðinum, KFUK, Kaþólsku kirkjunni, Kristniboðsfélagi kvenna, Óháða söfnuðinum, Veginum, og þjóðkirkjunni.

Hinn alþjóðlegi bænadagur kvenna er alltaf haldinn fyrsta föstudag í lönguföstu sem nú ber upp á 6. mars.

Skipulag dagsins hefur þróast með þeim hætti að kristnar konur í tilteknu landi safna saman efni og það er síðan sent til þátttökulanda. Í ár eru það konur í Simbabve sem hafa orðið og segja frá kjörum sínum og kynna bænarefni sín.

Samtakamáttur kvenna birtist með öflugum hætti í alþjóðlega bænadeginum. Konur víða um heim beina bænaranda sínum og huga að sama málefni í vissu landi og skiptir engu í hvaða kristna trúfélagi þær standa.

Hér má fræðast ögn um Simbabve.

hsh

Merki hins alþjóðlega bænadags kvenna

 

  • Alþjóðastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju