Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn

19. mars 2020

Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn. Starfið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjónar prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Um ráðningarferlið gilda starfsreglur kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum, starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis nr. 1003/2005, og starfsreglur um presta nr. 1011/2011, með síðari breytingum, svo og leiðbeinandi reglur biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti nr. 1/2017.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. gr., 6. gr. og 11. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Biskup ræður í starf sérþjónustuprests að fenginni niðurstöðu matsnefndar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði 38. gr. laga nr. 78/1997 og 6. gr. laga nr. 70/1996, ásamt því að hafa góða dönskukunnáttu, mikla færni í mannlegum samskiptum, menningarlæsi og aðlögunarhæfni, reynslu af barna- og æskulýðsstarfi, æskileg er sérþekking og menntun á sviði sálgæslu. Umsækjendur geri skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Nánari upplýsingar um starfið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar á biskupsstofu, s. 528 4000, hjá starfandi sendiráðspresti, sr. Ágústi Einarssyni og prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur.

Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis 2. apríl 2020. 

Sjá nánar hér hina rafrænu umsókn og allt er að henni lýtur.

Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu í dag er viðbúið að málsmeðferð hjá matsnefnd og biskupi Íslands, geti tekið lengri tíma en venja er um slíkt ferli. Umsækjendur verða upplýstir nánar um stöðu mála hér. Umsækjendur geta einnig fylgst með stöðu mála á Mín Síða hér á ráðningarvefnum.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Athygli umsækjenda er vakin á því að nöfn allra umsækjenda um störf hjá Þjóðkirkjunni verða birt á vef kirkjunnar að liðnum umsóknarfresti. Einnig er vakin athygli á því að samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eiga umsækjendur rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða, þ.m.t. umsóknargögnum annarra umsækjenda, þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

hsh


Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn - fjærst í húsinu
Ljósmynd: Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn


 • Auglýsing

 • Biskup

 • Frétt

 • Menning

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Starf

 • Starfsumsókn

 • Umsókn

 • Biskup

 • Menning

 • Samfélag

Jónshús í Kaupmannahöfn
03
apr.

Þau sóttu um Kaupmannahöfn

Ráðið í starfið frá 2. ágúst
Klukknaport Viðeyjarkirkju -þrjár klukkur - frá 1735, 1752 og 1786
03
apr.

Stuðningshringing

...og tekið undir þakklæti