Enn um söng og veiruna

5. maí 2020

Enn um söng og veiruna

Sálmabækur og handspritt - hvað með sönginn?

Kórsöngur er meira en tónlist. Hann er samvera og samfélag. Í kirkjustarfi er hann ómissandi.

Kirkjan.is fékk allnokkur viðbrögð við grein sem birtist hér í gær á vef kirkjunnar um hvaða áhrif kórónuveiran getur haft á starf kóra og tónlistarfólks. Umræðan spannst út frá því að Danir velta því fyrir sér hvort banna eigi að svo stöddu allan söng í almennu rými eða að setja honum sérstakar skorður eins og í kirkjum vegna þess að söngatferlið sé hugsanlega virk smitleið. Þessi hlið mála hefur verið þó nokkuð til umræðu meðal tónlistarfólks.

Þetta er mikið og í raun alvarlegt umhugsunarefni og Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sagði svo á Facebókarsíðunni, Kirkjutónlistin, i morgun:

Alvörumál „Það er mikilvægt að "flýta sér hægt" nú í fyrstu og bent er á að ekki aðeins fjarlægð milli fólks, heldur opnara rými og jafnvel "vindstrengur" gæti hjálpað til að veiran ekki berist milli manna! Það er varla hægt að gefa út neinar reglur, en mikilvægt að allir skoði það rými sem þeir hafa og vinni út frá því.“

Þörf og góð orð söngmálastjóra.

Að þessu tilefni gluggaði kirkjan.is í frétt Norður-þýska útvarpsins, NDR, (Norddeutsche Rundfunk) sem sjá má hér neðar, og er uppfærð í dag. En hér koma nokkrir punktar úr fréttinni sem eru allrar athygli verðir:

Bernhard Richter er forstöðumaður stofnunar í þýsku borginni Freiburg sem sérhæfir sig í tónlistarheilbrigði. Nýleg skýrsla stofnunarinnar um smithættu við kórsöng kom út 25. apríl. Hann metur smithættu við kórsöng umtalsverða: „Þar koma saman stærri hópar fólks sem standa þétt saman. Sé einhver sýktur er það mjög frjósamur jarðvegur fyrir smit, eigi að meta áhættuna.“

Richter metur það einnig svo að erfitt sé að vernda söngvara sem komnir eru saman á annað borð í sama rými. Veiran getur nefnilega lifað í andrúmsloftinu og fellur ekki strax til jarðar og í því felst vandinn við kórsöng að mati Richter: „Þegar hópur fólks kemur saman í sama herbergi og anda djúpt að sér og frá þá mettast herbergið á um það bil fimmtán mínútum, sé einhver sýktur af veirunni.“

Þarf að rannsaka betur Eins og svo mörg önnur atriði tengd kórónuveirunni er þetta þó ekki fullrannsakað en engu að síður telur Richter ástæðu til að gæta fyllstu varúðar og að forðast samsöng í lokuðu rými nú til að byrja með. Hann tekur fram að honum þyki þetta sérlega þungbært því hann er ekki aðeins læknir heldur einnig menntaður söngvari sem lifi og hrærist í tónlistinni. Á slíkum forsendum hafa kantorar og aðrir kirkjutónlistarmenn í Þýskalandi gripið til ýmissa ráðstafana.

Tobias Brommann er kantor Berlínardómkirkju en kór hans fór sérlega illa út úr kórónufaraldrinum. Talið er að á æfingu þann 9. mars hafi sextíu manns af þeim áttatíu sem komnir voru saman í 120 fermetra stóru herbergi sýkst af veirunni, þar með talinn stjórnandinn og undirleikarinn. Sem betur fer náðu sér allir en Brommann – sem tekur fram að það taki hann mjög sárt – hefur nú fært allar æfingar yfir á rafrænt form.

Þýska fréttin - DRN

Sjá einnig frétt í The Guardian - frá 29. apríl

hsh


  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Covid-19

Sögur 2.jpg - mynd

Biblíusögur á Spotify

08. maí 2024
...gefnar út af Fossvogsprestakalli
Sr. Guðrún og frú Agnes

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

07. maí 2024
...fjölmiðlum boðið til fagnaðarins
Guðrún Karls-ný mynd.jpg - mynd

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

07. maí 2024
...síðari umferð lauk í dag