Hollvinir kirkjunnar

15. júní 2020

Hollvinir kirkjunnar

Þeir léku á hljóðfæri sín af af mikilli fimi og snilld

Drifkraftur einstaklinga er mikilvægur í kirkjunni sem geta tekið góð mál upp á sína arma og af hugsjón og trú. Það fólk hugsar ekki um kirkjuna sem fjarlæga stofnun heldur sem lifandi kviku mannlegs lífs sem það vill leggja lið með ýmsu móti.

Þar er listin oftar en ekki í fyrirrúmi. 

Hollvinir og velunnarar Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarsrönd eru dæmi um einstaklinga sem láta sér annt um kirkjuna. Nú hafa þeir annað árið í röð skipulagt tónleikaröð í kirkjunni henni til styrktar. Allur aðgangseyrir rennur til kirkjunnar – þanngi getur áhugasamt fólk um kirkju og menningu notið vandaðra tónleika og styrkt kirkjuna í leiðinni.

Hljómburður í kirkjunni er afar góður og nýtur því öll tónlist sín þar ákaflega vel.

Í gær voru fyrstu tónleikarnir. Kirkjan.is var að sjálfsögðu á staðnum. Tónleikarnir voru vel sóttir.

Það var hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans sem reið á vaðið. Tónlist þeirra er fjörmikil, full af dulúð og angurværð, lífskrafti og kærleika. Það er lífið sjálft sem hleypur um í tónum og tilfinningum og umfaðmar áheyrendur af kærleika og skilningi.

Grísk þjóðlagatónlist - Balkanskaginn Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans var stofnuð árið 2010 og leikur blöndu af tónlist frá Balkanskaganum. Sú tónlist er annáluð fyrir flókna takta, dulúð og tilfinningarhita. Hljómsveitin hefur gefið út tvo geisladiska og einn DVD og hefur hvor tveggja hlotið einróma lof gagnrýnenda og diskurinn Night without moon tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014. Meðlimir Skuggamynda eru þeir Haukur Gröndal, klarinett, Ásgeir Ásgeirsson, tamboura, bouzouki og saz baglama, Erik Qvick, slagverk og Þorgrímur Jónsson, bassi.

Kirkjan.is spurði tvo meðlima Skuggamyndanna hvort þeir hefðu lifibrauð af tónlistinni. Þeir sögðu svo ekki vera. Flestir í hljómsveitinni fást við tónlistarkennslu en þeim hefur verið gert kleift að flytja tónlist sína á ýmsum stöðum sem þátttakendur í verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins: Tónlist fyrir alla

Þau sem hafa verið í forystu hollvinafélags kirkjunnar eru Jósep Gíslason, Valdís Inga Valgarðsdóttir, Ásta Jenný Magnúsdóttir - og á hliðarlínuninni hefur Alexandra Chernyskova staðið. Jón Valgarðsson, formaður sóknarnefndar, hefur og verið félaginu innanhandar. Stofnaður var sérreikningur og allur ágóði af tónleikunum rennur í hann sem áður segir. Fénu verður svo varið til að kosta margvíslegt viðhald á kirkjunni.

Óhætt er að segja sú kirkja sem á slíka hollvini og velunnara sé í góðum höndum. Það er mikilvægt að draga fram kirkju- og menningasstarf þeirra bæði í þakklætisskyni og til þess það verði líka öðrum hvatning sem vilja gera kirkju sinni vel.

Þessir hollvinir Hallgrímskirkju hafa svo sannarlega ekki setið auðum höndum. Þeir hafa skipulag tónleikahaldið í sumar með þessum hætti: 

Dagskráin í sumar
28. júní Björgvin Gíslason og Hjörleifur Valsson
12. júlí Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson
26. júlí Ragnhildur Þórhallsdóttir sópransöngkona og Arnbjörg Arnardóttir
      píanóleikari
  9. ágúst Unnur Birna Björnsdóttir og hljómsveit
23. ágúst Hljómsveitin Kólga
Höfuðkirkja Hallgrímskirkja í Saurbæ er sóknarkirkja Saurbæjarsóknar í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Sóknin er fámenn, telur tæplega eitthundrað manns. Kirkjan er vegleg og fallegt guðshús reist 1957 til heiðurs sálmaskáldinu, sr. Hallgrími Péturssyni, sem samdi meðal annars Passíusálmana í Saurbæ á árunum 1656-1659. Kirkjan er ein af fimm höfuðkirkjum landsins, hinar eru nafna hennar á Skólavörðuholtinu, þá Dómkirkjan, Skáholtsdómskirkja og Hóladómkirkja. 

Þau sem ekki eiga þess kost að sækja tónleikana geta ef þau vilja styrkt málefnið lagt inn á reikning tónleikaraðarinnar: 0552-14-100901. Kt. 590169-2269.

Jafnframt eru tónlistarmennirnir sjálfir styrktir til tónleikahaldsins af Tónmenntasjóði mennta-og menningarmálaráðuneytisins.

hsh


Skuggamyndir frá Býsans er athyglisverð hljómsveit 


Tónlistarmönnunum var fagnað innilega í lokin
og þeir fögnuðu áhorfendum


Hallgrímskirkja í Saurbæ er falleg bygging
- hún verður máluð í sumar

  • Frétt

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Fræðsla

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall