Auglýst eftir messum

25. júní 2020

Auglýst eftir messum

Seljakirkja - hestamessa í fyrra

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að oft eru auglýstar messur þar sem höfðað er til ákveðins hóps eða stéttar. Til dæmis er lögreglumessa höfð um hönd einu sinni á ári og þá taka þátt í henni lögregluþjónar og kastljósi er beint að mikilvægu hlutverki þeirra í samfélaginu.

Enda þótt ýmsu kunni að vera skeytt fyrir framan orðið messa þá er ekki þar með sagt að skyggt sé á messuna sjálfa eins og margur kynni að halda – og jafnvel óttast. Það er ekki svo – og má ekki. Í messunni – guðsþjónustunni – fer fram lofgjörð safnaðarins og þakkargjörð.

Lofgjörð með ýmsu móti Hins vegar er með ýmsum forskeytum fyrir framan orðið messa verið að kalla fram ólíka þætti í samfélaginu og tengja þá með jákvæðum hætti við kirkjuna. Þetta eru jákvæð gildi, sum menningarleg, söguleg og önnur býsna hversdagsleg. Þegar fornbílamessa er til dæmis boðuð þá streyma til kirkjunnar menn hróðugir á svip á gljáfægðum fornbílum sínum og taka þátt í guðsþjónustu. Eins þegar prjónamessa er – þá situr fólk á kirkjubekk og prjónar. Og þegar hestamessa er haldin koma knapar ríðandi á glæstum fákum sínum til kirkju. Gæludýramessa beinir sjónum sínum að sköpunarverki Guðs eins og það kemur fram í dýrunum – dýrin eru blessuð. Alls staðar er guðsorð haft um hönd – og iðulega altarisgöngur enda þótt kallað hafi verið til messu með ákveðnu forskeyti..

Segja má að í þessu sé fólginn jákvæð tenging og skemmtileg – ögn er brugðið út af venjunni. En messan - guðsþjónustan - er alltaf sú hin sama. Það er kjarni málsins.

Kirkjan.is hefur tekið saman lista yfir messuheiti sem orðið hafa á vegi hennar og óskar eftir því að þau sem kannast við fleiri slík heiti láti vita af því með því að senda línu á frettir@kirkjan.is

Messuheiti
Eldmessa
Gosmessa
Púttmessa
Gæludýramessa
Ratleikjamessa
Klassísk messa
Sigfúsarmessa (Sigfúsartón notað)
Búningamessa
Þjóðbúningamessa
Heilunarmessa
Brynjúlfsmessa (í Stóra-Núpskirkju, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi)
Prjónamessa
Æðruleysismessa
Mótorhjólamessa
Hallgrímsmessa (messuform frá dögum sr. Hallgríms)
Konudagsmessa
Golfmessa
Skíðamessa
Barnamessa
Lopapeysumessa
Skátamessa
Lögreglumessa
Plokkmessa
Liverpoolmessa
Íþróttamessa
Hestamessa
Gæludýramessa
Fornbílamessa
Skógarmessa
Tómasarmessa
Veiðimessa
Sumarlagamessa
Hjólreiðamessa
Skírnarmessa
Hlaupamessa
Uppskerumessa
Göngumessa
Ferðamessa
Jónsmessa
Taize-messa
Kvenfélagsmessa
„Geðveik“-messa
Júróvisjón-messa
Krúttmessa (bangsar og tuskudýr velkomin)
„Disney“-messa
Fermingarmessa
Dansmessa
Þjóðlagamessa
Heimsmessa
Regnbogamessa
Litamessa
Náttúrumessa
Kvöldmessa
Torgmessa
Hjónamessa
Indjánamessa
Reiðimessa
Blómamessa
Batamessa
Útimessa
Sumarmessa
„Kántrý“-messa
Umhverfismessa
Fjallamessa
Blúsmessa
Kolaportsmessa
Pílagrímamessa
Tæknimessa (Bænarý)
Bókmenntamessa
Karlamessa
Rótarý-messa
Æskulýðsmessa
Frímúraramessa
Gospelmessa
Jógamessa
Kaffihúsamessa
Kjötsúpumessa
Dægurlagamessa
Heimilismessa
Óvissumessa
Mannakornsmessa
Dylan-messa (Bob Dylan)
Spunamessa
Rokkmessa
U2-messa
Sundmessa
Áslaugarmessa (messa með tónlagi Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur)
Sindramessa (á Höfn í Hornafirði, íþróttafélagið heitir Sindri)
Bleik messa
Sjómannamessa
Útilegumessa
Þungarokks-messa
hsh
  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Frétt

Sr. Jarþrúður

Jarþrúður valin prestur

10. okt. 2024
…í Egilsstaðaprestakalli
Sálgæslu og fjölskylduþjónustan er til húsa í safnaðarheimili Háteigskirkju

Gríðarleg eftirspurn hjá Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar

10. okt. 2024
...segir Vigfús Bjarni forstöðumaður
Börn og fullorðnir í Langholtskirkju

Skiptir messuformið máli?

09. okt. 2024
...þróunarvinna í Langholtskirkju