Skilyrði rýmkuð

8. júlí 2020

Skilyrði rýmkuð

Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín

Þegar prestur er beðinn um að gefa fólk saman þarf hann (eins og aðrir vígslumenn) að kanna hvort hjónaefni uppfylli ákveðin lagaleg skilyrði til að ganga í hjónaband. Fyllt er út svokallað könnunarvottorð og þar koma fram upplýsingar sem hjónaefni veita vígslumanni.

Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða hefur nú verið breytt og undanþáguákvæði skotið inn í hana þegar aðstæður eru sérstakar. Þessi reglugerðarbreyting var undirrituð af dómsmálaráðherra 29. júní sl., og birt í Stjórnartíðindum 2. júlí sl., eins og lög gera ráð fyrir – sjá hér.

Þessi skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í hjónaband:

1. Fæðingarvottorð frá Þjóðskrá Íslands þarf að leggja fram.

Nú hefur eftirfarandi verið bætt inn í reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða sem snýr að fæðingarvottorði:

Nýmæli – rýmkun skilyrða „Ef hjónaefni, sem hlotið hefur íslenskan ríkisborgararétt eða fengið alþjóðlega vernd hér á landi, skýrir frá því að ekki sé unnt að afla fæðingarvottorðs frá erlendu yfirvaldi samkvæmt 1. tl. 1. mgr. reglugerðar um könnun hjónavígsluskilyrða er könnunarmanni heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá því skilyrði. Hjónaefni skal þá leggja fram drengskaparvottorð sitt um að hjúskapur fari ekki gegn ákvæðum 9. og 10. gr. hjúskaparlaga.“

2. Persónuskilríki, t.d. vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini.

3. Vottorð frá Þjóðskrá Íslands um hjúskaparstöðu eða sambærilegt vottorð frá erlendu yfirvaldi. Vottorð skv. þessari grein má ekki vera eldra en átta vikna.

4. Gögn um að fyrra hjónabandi sé lokið (ef við á). Hafi fyrra hjúskap lokið með lögskilnaðarleyfi útgefnu hér á landi skal leggja fram vottorð Þjóðskrár Íslands um lögskilnað eða leyfisbréf um lögskilnað. Hafi hjónabandi verið slitið með dómi skal leggja dóminn fram. Sé fyrri maki látinn skal leggja fram dánarvottorð frá Þjóðskrá Íslands. 

Sérreglur gilda um sönnun fyrir að hjúskap sé lokið hafi það gerst utan Íslands, sjá 7. gr. reglugerðar umkönnun hjónavígsluskilyrða.

Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sjá þó alltaf um könnun á hjónavígsluskilyrðum ef annað hjónaefna eða bæði eiga ekki lögheimili hér á landi.

Sjá Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða


hsh


  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Frétt

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta