Nýr starfsmaður

10. ágúst 2020

Nýr starfsmaður

Ásta Guðrún Beck

Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin til starfa á fasteigna- og lögfræðisvið Biskupsstofu.

Hún er fædd 1971 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996.

Ásta Guðrún starfaði áður hjá Direktu, lögfræðiráðgjöf, einnig hjá Þjóðskrá Íslands. Síðan starfaði hún sem erindreki gagnsæis og samráðs hjá Reykjavíkurborg.

Helstu verkefni hennar verða
Umsýsla um fasteignir og jarðir kirkjunnar
Gerð og yfirlestur ýmissa samninga
Utanumhald um regluverk kirkjunnar og þjónusta við kirkjuþing
Lögfræðiráðgjöf m.a. á sviði persónuverndar, vinnumarkaðsréttar, stjórnsýslu- og upplýsingalaga
hsh
  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Frétt

Girnilegar danskar pylsur

Pylsur trekkja

01. okt. 2020
...leið til fólks gegnum magann?
Þorláksbúð í Skálholti

Fjölgar á grænni leið

30. sep. 2020
Örþing í Skálholti 2. október
Græna stúdíóið - frá vinstri: Bjarni Gíslason, Einar Karl Haraldsson, dr. Sigurður Árni Þórðarson, og sr. Elínborg Sturludóttir

Græna stúdíóið og vatnið

29. sep. 2020
...vatn er lífsréttur