Spennandi málþing

21. september 2020

Spennandi málþing

Herra Jón Vídalín (1666-1720)

Í síðasta mánuði kom út ævisaga Jóns Vídalín í einu bindi og ritverk hans í öðru. Ævisöguna ritaði dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, og tók sömuleiðis saman ritin í öðru bindinu. Það var Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem gaf verkið út. Tilefnið er 300. ártíð Jóns Vídalín Skálholtsbiskups (á árunum 1698-1720).

Að þessu tilefni er boðað til málþings í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 26. september nk., og að því standa Guðfræðistofnun H.Í., og Biskupsstofa. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu meistari Vídalín, ævisaga hans og útgáfa á ritverkum hans.

Þingið fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar 2. hæð, Arngrímsgötu 3, og hefst kl. 14.00.

Fjórir fyrirlestrar verða fluttir og fjalla þeir um ólík efni: 

Málþing um Vídalín
Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands:
Vídalín á virkum degi

Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, MSt í heimspeki og meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands:
Lagaréttur Vídalíns í ljósi náttúruréttar 

Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín:
Ádeiluhefð kristninnar og meistari Vídalín 

Dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun:
Listin að reiðast ekki. Hugleiðing um ræðustíl og reiðilestur 

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti, stýrir þinginu

hsh


Minningarsteinn um meistara Jón Vídalín í Biskupsbrekku þar sem hann lést - steininn gerði Páll Guðmundsson frá Húsafelli og var hann afhjúpaður 30. ágúst s.l. þegar 300 ár voru liðin frá andláti Jóns
Kirkjan.is sagði frá því er steinninn var afhjúpaður

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Þing

  • Útgáfa

  • Viðburður

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju