Spennandi málþing

21. september 2020

Spennandi málþing

Herra Jón Vídalín (1666-1720)

Í síðasta mánuði kom út ævisaga Jóns Vídalín í einu bindi og ritverk hans í öðru. Ævisöguna ritaði dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, og tók sömuleiðis saman ritin í öðru bindinu. Það var Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem gaf verkið út. Tilefnið er 300. ártíð Jóns Vídalín Skálholtsbiskups (á árunum 1698-1720).

Að þessu tilefni er boðað til málþings í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 26. september nk., og að því standa Guðfræðistofnun H.Í., og Biskupsstofa. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu meistari Vídalín, ævisaga hans og útgáfa á ritverkum hans.

Þingið fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar 2. hæð, Arngrímsgötu 3, og hefst kl. 14.00.

Fjórir fyrirlestrar verða fluttir og fjalla þeir um ólík efni: 

Málþing um Vídalín
Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands:
Vídalín á virkum degi

Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, MSt í heimspeki og meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands:
Lagaréttur Vídalíns í ljósi náttúruréttar 

Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín:
Ádeiluhefð kristninnar og meistari Vídalín 

Dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun:
Listin að reiðast ekki. Hugleiðing um ræðustíl og reiðilestur 

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti, stýrir þinginu

hsh


Minningarsteinn um meistara Jón Vídalín í Biskupsbrekku þar sem hann lést - steininn gerði Páll Guðmundsson frá Húsafelli og var hann afhjúpaður 30. ágúst s.l. þegar 300 ár voru liðin frá andláti Jóns
Kirkjan.is sagði frá því er steinninn var afhjúpaður

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Þing

  • Útgáfa

  • Viðburður

  • Auglýsing

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli
vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur