Starf við dagsetur laust

25. september 2020

Starf við dagsetur laust

Þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar, tjald og skjól - steindir gluggar í Grensáskirkju

Hjálparstarf kirkjunnar auglýsir eftir verkefnisstýru fyrir opið hús fyrir konur sem verður rekið í anda hugmyndfræði um skaðaminnkandi nálgun

Verkefnisstýra leiðir starf fyrir konur sem ekki eiga í örugg hús að venda á daginn. Um er að ræða fullt starf. Starfsemi í opnu húsi á að vera í gangi mánudaga til föstudaga. Markmiðið er að mæta hverri og einni þar sem hún er stödd af virðingu og kærleika. Gengið er út frá því að konurnar sjálfar taki þátt í að móta starfið.

Reiknað er með verkefnisstýru í fullu starfi .

Verkefnisstýra

Helstu verkefni

Móta og leiða starf í opnu húsi fyrir konur
Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf
Meta félagslegar aðstæður, veita ráðgjöf og stuðning
Einstaklingsbundin virkniúrræði
Samstarf við stofnanir og fagaðila
Þáttaka í kynningu á starfinu

Hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og hlýleiki
Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar

Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir sendist á netfangið: starf@help.is. Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.

Nánari upplýsingar: Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri, help@help.is og Vilborg Oddsdóttir umsjónarmaður innanlandsstarfs, vilborg@help.is. Sími 528 4400.

hsh

  • Kærleiksþjónusta

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Frétt

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup