Málin þokast

3. október 2020

Málin þokast

Alþingishúsið – merki Kristjáns IX, (1818-1906), þess kóngs sem færði okkur stjórnarskrána 1874 en í 45. gr. hennar stóð: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðskirkja á Íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.“ Takið eftir „þjóðskirkja“.

Frumvarp til þjóðkirkjulaga er á málaskrá ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram á þingsetningardegi. Það er mál númer 22 hjá dómsmálaráðherra og verður að öllum líkindum afgreitt í desember.

Enda þótt málið sé á málaskrá ríkisstjórnarinnar þá er ekki enn búið að leggja það fram að sögn starfsmanns Alþingis sem kirkjan.is hafði samband við í gær. En málið má finna í Samráðsgátt.

Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um þjóðkirkjuna var samþykkt samhljóða af öllum nefndum kirkjuþings. Á fundi kirkjuþings í september var málið samþykkt samljóða.

„Kirkjuþing 2020-2021 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að flutt verði eftirfarandi frumvarp til þjóðkirkjulaga, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum.“

Um er að ræða frumvarp til laga um þjóðkirkjuna (heildarlög).

Samþykki Alþingi frumvarpið þá falla úr gildi við gildistöku hinna nýju laga lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum.

Þessi mál  voru lögð fram á Alþingi 1. október s.l. 

Svo er þetta ritað í málskrá ríkisstjórnarinnar (mál dómsmálaráðherra) og áttar kirkjan.is sig ekki á fyrirsögninni, hefði haldið að þarna ætti að standa: Frumvarp til þjóðkirkjulaga eða: Frumvarp til laga um þjóðkirkjuna - sem er heiti frumvarpsins. Þau sem vita betur geta sent skýringar á: kirkjan@kirkjan.is 

Í Samráðsgáttinni  er málið hins vegar skráð svo: 

hsh
  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Á svölum vetrardögum er gott að orna sér við tónlistina

„...gefandi og uppbyggjandi...“

26. jan. 2021
Kraftmikið námskeið í boði
Bessastaðakirkja á fallegum degi

Elvis í Bessastaðakirkju

25. jan. 2021
...góð stund
Skírnarskál Digraneskirkju - myndbrot

Kynning á störfum

24. jan. 2021
...ný tækifæri