Glæsilegt myndband!

20. nóvember 2020

Glæsilegt myndband!

Við Grafarvogskirkju - upptaka í gangi og innlifun mikil

Það var hressilegur hópur sem kom saman á laugardaginn við Grafarvogskirkju enda stóð mikið til. Kirkjan.is var þar að sjálfsögðu enda fer fátt fram hjá henni.

Logi Hilmarsson mundaði upptökuvélina og Hilmar Örn Agnarsson með alpahúfu á höfði eins og hinn heimsfrægi Ingmar Bergman forðum daga stýrði upptöku. Hann hafði fjórfætta aðstoðarveru sem var köttur en sá sýndi tiltæki Grafarvogskirkjufólksins mikla athygli. Sjáið myndirnar hér fyrir neðan. 

Margir gengu þar hjá og höfðu gaman af því að fylgjast með upptökunni.

Síðan tók við enn meiri vinna innanhúss næstu daga við myndbandsgerðina og kom fjöldi manns að verkinu eins og myndbandið sýnir.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir gerði textann við lagið sem er alkunnugt.

Myndbandið segir alla söguna. Þar er gleðin og einlægnin við völd – og vonin.

Kirkjan.is óskar Grafarvogssöfnuði til hamingju með þetta glæsilega framtak.

hsh


Myndbandið er vel heppnað


Logi Hilmarsson við upptökur við Grafarvoginn


Hilmar Örn Agnarsson, organisti, á vettvangi