Streymt á aðventu

30. nóvember 2020

Streymt á aðventu

Skútustaðakirkja - sr. Örnólfur leikur á flautu - skjáskot

Streymið var mjög drjúgt þessa helgi eins og við var að búast. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Nýársdagur kirkjunnar.

Úrvalið hefur aldrei verið meira. Sumar kirkjur birtust í fyrsta sinn á streymi í þessari bylgju hvort heldur úr fjölmennum sóknum eða fámennum. Það var ánægjulegt að sjá og heyra. 

Eins og fyrir viku þá fleytir kirkjan.is áfram helgistundum (og sunnudagaskólastundum) sem langflestar voru teknar af Facebókar-síðum kirknanna en aðrar af heimasíðum þeirra. Þær eru núna rúmlega 50.

Streymiskirkjan
Aðventudagatal Neskirkju, Breiðholtskirkja, Aðventuhátíð í Grafarvogskirkju, Garða- og Saurbæjarprestakall, Stykkishólmskirkja, Lágafellskirkja, Barðskirkja í Fljótum, Húsavíkurkirkja, Keflavíkurkirkja, Egilsstaðaprestakall, Aðventukorn frá Hrunakirkju, Guðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkja, Aðventustund frá Digranes- og Hjallakirkju, Selfosskirkja, Skútustaðaprestakall, Þorlákshafnarprestakall, Fella- og Hólakirkja, Patreksfjarðarprestakall, Áskirkja, Blönduóskirkja, Aðventustund í Hafnarfjarðarkirkju, Seltjarnarneskirkja, Helgistund frá Grensáskirkju, Fangaprestur þjóðkirkjunnar (sunnudagskveðja), Langholtsprestakall, Ástjarnarkirkja, Kvöldstund í Lindakirkju, Sunnudagaskóli sóknanna í Austfjarðaprestakalli, Sunnudagaskólinn, Vídalínskirkja, Brautarholtskirkja, Helgistund í Hofskirkju, Stafholtskirkja, Alþjóðlegi söfnuðurinn, Borgarneskirkja, Seljakirkja, Grenjaðarstaðarprestakall, Helgistund í Grafarvogskirkju, Helgistund úr Vídalínskirkju, Helgistund í Kópavogskirkju, bænaljósastjaki tekinn í notkun og blessaður, Hvammstangakirkja, Guðríðarkirkja, Guðsþjónusta í Norðfjarðarkirkju, Árbæjarkirkja, Örhelgistund í Landakirkju, Aðventuhátíð í Dómkirkjunni, Helgistund í Víðistaðakirkju, Sæbólskirkja (Þingeyrarprestakall), Bústaðakirkja (aðventuhugleiðing), Sunnudagaskóli Lindakirkju, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi - samstarfsverkefni, Hóladómkirkja

Þetta er ekki tæmandi upptalning. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. Eins og oft áður er ekki hægt að fella hér inn streymi frá sumum kirkjum beint í mynd og er þar um einhver tæknileg atriði sem þær þyrftu að huga að á Facebókarsíðum sínum eða að láta frettir@kirkjan.is vita hvernig skuli bera sig við það. En með því hins vegar að slá á upplýstu heitin hér Háteigskirkjakoma síður þeirra upp og hægt er að horfa á stundirnar og hlusta.

Streymisstarf kirkjunnar er meira en sýnist - þetta eru bara dæmi um hið góða og öfluga starf kirkjunnar á kórónuveirutíð.

hsh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Sóknarnefndir

  • Trúin

  • Covid-19

Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta