Fengu viðurkenningu

27. desember 2020

Fengu viðurkenningu

Hinn ólympíski verðlaunapallur bókanna þriggja

Skömmu fyrir jól eða þann 22. desember var tilkynnt um þær bækur sem fá þetta árið viðurkenningu úr sjóði sem heitir Gjöf Jóns Sigurðssonar. Veitt voru verðlaun fyrir nítján rit og komu til skiptanna rúmar tíu milljónir króna.

Í hópi þessara höfunda eru þrír prestar og óskar kirkjan.is þeim hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Verðlaun
Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín fékk fyrstu verðlaun fyrir bækur sínar um Jón Vídalín, ævisöguna og ritsafnið. Skálholtsútgáfan - útgáfufélag þjóðkirkjunnar gaf út. Kirkjan.is sagði frá þeim bókum hér.

Önnur verðlaun fékk dr. Gunnar Kristjánsson fyrir bók sína Úr hugarheimi séra Matthíasar. Bókaútgáfan Ugla gaf út. Kirkjan. is fjallaði um hana hér.

Þriðju verðlaun fékk sr. Þórhallur Heimisson fyrir bók sína Saga guðanna – ferðahandbók um veröld trúarbragðanna. Bókaútgáfan Sæmundur gaf út. Kirkjan.is fjallaði um hana hér.

Þetta er mikið ánægjuefni fyrir verðlaunahafa sem og öll þau er kirkju og kristni unna.

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Sturla Böðvarsson, Halldór Gunnarsson og Sigrún Magnúsdóttir. 

hsh


  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Viðburður

  • Frétt

Á svölum vetrardögum er gott að orna sér við tónlistina

„...gefandi og uppbyggjandi...“

26. jan. 2021
Kraftmikið námskeið í boði
Bessastaðakirkja á fallegum degi

Elvis í Bessastaðakirkju

25. jan. 2021
...góð stund
Skírnarskál Digraneskirkju - myndbrot

Kynning á störfum

24. jan. 2021
...ný tækifæri