Ofsóknir hafa aukist

20. janúar 2021

Ofsóknir hafa aukist

Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Árlega gefa samtökin Open Doors út ársskýrslu þar sem sagt er frá ofsóknum á hendur kristnu fólki vítt og breitt um veröldina. Samtökin standa á kristnum grunni og hafa fylgst með þessum málum allt frá árinu 1955.

Skýrsla samtakanna kom út fyrir nokkru og hér er stutt yfirlit um hana á dönsku frá Open Doors Danmark - fyrir þau sem það kjósa.

Samtökin beina núna sjónum sínum að fimmtíu löndum þar sem ofsóknirnar eru hvað þyngstar. Um það má lesa í skýrslunni en hún er einkar skýr og gagnorð.

Listinn yfir þau lönd sem ofsækja kristið fólk byggir á eftirtöldum grunnatriðum sem eru einkahagir fólks, fjölskyldulíf, nærvettvangur fólks, þjóðmálavettvangur og kirkjuvettvangur.

Hið kunna fréttablað, Forbes, sagði svo um niðurstöðu skýrslunnar:

Alvarlegt mál
Í þessari nýútkomnu skýrslu kemur fram að frá því í október 2019 og til september 2020 hafa meira en 340 milljónir kristins fólks búið í löndum þar sem það hefur mátt sæta hugsanlega þungum ofsóknum og mismunun vegna trúar sinnar. Af þessari tölu hafa 309 milljónir kristins fólks búið við aðstæður þar sem það átti á hættu að vera ofsótt af hörku og grimmd. Það er að segja 1 af hverjum 8 á heimsvísu, 1 af hverjum 6 í Afríku, 2 af hverjum 5 í Asíu og 1 af hverjum 12 í Suður-Ameríku.

Ofsóknirnar birtast með ýmsu móti. Þær eru félagslegar, menningarlegar; koma m.a. fram í ofbeldi og manndrápum.

Það er alkunna þegar drepsóttir herja að minnihlutahópum er þá gjarnan kennt um að eiga sökina hvernig komið sé fyrir viðkomandi þjóð og þeir látnir gjalda þess. Þá er og fylgst mun meira með þeim en áður. Þess er sérstaklega getið að kínversk stjórnvöld noti kórónuveiruna sem skálkaskjól til að auka eftirlit með kristnu fólki.

Í mörgum löndum Asíu og Afríku er kristnu fólkið neitað um lyf og neyðarhjálp. Á sumum múslímskum svæðum er kórónuveirufaraldurinn úrskýrður með því að hann sé refsing Allah og kristnu fólki kennt um útbreiðslu hans.

Þá eru konur víðast hvar í neðsta þrepi mannvirðingarstigans í mörgum þeirra landa þar sem ofsóknir eru hvað harðastar og séu þær kristnar er fljótt farið að ofsækja þær með ýmsu móti.

Sums staðar hefur trúarleg þjóðernishyggja styrkst til muna en þar dynur hinn pólitíski áróður á fólki þess efnis að hin rétta trú birtist í ákveðnu þjóðerni og ekki öðru.

Það er Norður-Kórea sem er efst á listanum. Þar er það dauðsök að vera kristinnar trúar – og ef viðkomandi er ekki tekinn af lífi þá er hann færður í þrælkunarbúðir sem pólitískur glæpamaður. Talið er að um 50.000-70.000 kristinna séu í þrælkunarbúðum þar vegna trúar sinnar.

Þessar þjóðir eru í fyrstu tuttugu sætunum á lista Open Doors samtakanna
 
                    1. 
Norður-Kórea
                    2. Afganistan
                    3. Sómalía
                    4. Líbýa
                    5. Pakistan
                    6. Erítrea
                    7. Jemen
                    8. Íran
                    9. Nígería
                    10. Indland
                    11. Írak
                    12. Sýrland
                    13. Súdan
                    14. Sádí-Arabía
                    15. Maldíveyjar
                    16. Egyptaland
                    17. Kína
                    18. Mjanmar
                    19. Víetnam
                    20. Máritanía

Forbes / Kristeligt Dagblad / hsh


Skjáskot af korti sem sýnir löndin fimmtíu - sjá skýrar hér


  • Erlend frétt

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Covid-19

Sögur 2.jpg - mynd

Biblíusögur á Spotify

08. maí 2024
...gefnar út af Fossvogsprestakalli
Sr. Guðrún og frú Agnes

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

07. maí 2024
...fjölmiðlum boðið til fagnaðarins
Guðrún Karls-ný mynd.jpg - mynd

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

07. maí 2024
...síðari umferð lauk í dag