Passíusálmar í útvarpinu

18. febrúar 2021

Passíusálmar í útvarpinu

Útvarp Reykjavík - Passíusálmar lesnir þar frá 1944

Kirkjan.is vill vekja athygli á því að nú sem fyrr á föstu eru Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) lesnir á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Það er Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona, sem les að þessu sinni.

Steinunn er þjóðkunn fyrir bækur sínar um séra Hallgrím Pétursson og konu hans, Guðríði Símonardóttur.

Undanfarin ár hafa verið fluttir gamlir Passíusálmalestrar úr safni Ríkisútvarpsins.

Margir kunnir menn hafa lesið Passíusálmana í útvarpinu og þótt heiður af. Fólk með snilldarraddir og tilfinningu fyrir hrynjandi tungumálsins. En fyrstur til að lesa Passíusálmana í útvarpi var sr. Sigurbjörn Einarssonar (1911-2008), biskup. Það var lýðveldisárið 1944.

Segja má að lesturinn sé hvort tveggja í senn trúar- og menningarviðburður. Rótgróin hefð sem beinir kastljósi að þessu merkilega trúarbókmenntaverki og skáldinu sjálfu, lífi þess og samtíma.

En Steinunn er ekki fyrsta konan sem les Passíusálmana í útvarpinu.

Þessar konur hafa lesið alla sálmana í Ríkisútvarpinu:

Valbjörg Kristmundsdóttir, verkakona og hagyrðingur, 1974
Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, 1986
Guðrún Ægisdóttir, kennari, 1989
Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, 1991
Helga Bacmann, leikkona, 1993
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti Íslands, 1997
Dr. Svanhildur Óskarsdóttir, prófessor, 1998
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, 2001
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, 2003
Dr. Margrét Eggertsdóttir, prófessor, 2006
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, 2009

Vefur um Passíusálmana.

Passíusálmarnir eru lesnir að loknum fréttum og veðurfregnum klukkan rúmlega 22.00 alla daga vikunnar nema sunnudaga. Í kvöld verður lesinn 15. sálmur.

hsh


Af vef Ríkisútvarpsins (skjáskot)


Minningarspjaldið sem gefið var út í tilefni þess að þrjú hundruð ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Samúel Eggertsson (1864-1949) teiknaði en spjaldið náði mikllli útbreiðslu á sínum tíma
  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta