Stjórnarfrumvarp lagt fram

10. mars 2021

Stjórnarfrumvarp lagt fram

Dómkirkjan, skáldharpa Hallgríms Péturssonar og Alþingishúsið - stjórnarfrumvarp um ný þjóðkirkjulög lagt fram í gær

Í gær var útbýtt á Alþingi frumvarpi um þjóðkirkjuna, heildarlögum. Málið er nr. 587, á þingskjali 996. Stjórnarfrumvarp. Flutningsmaður er dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 

Það eru vissulega tímamót í aðsigi með samþykkt þessa frumvarps.

Kirkjuþing hefur lengi haft málið til umfjöllunar. Það samþykkti tillögu til þingsályktunar um frumvarp til laga um þjóðkirkjuna eftir að allar nefndir þingsins höfðu samþykkt það:

Samþykkt kirkjuþings
„Kirkjuþing 2020-2021 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að flutt verði eftirfarandi frumvarp til þjóðkirkjulaga, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum.“

Spennandi verður að fylgjast með framvindu málsins á Alþingi. 

Þar sem um er að ræða stjórnarfrumvarp er gengið út frá því að það verði samþykkt. Með samþykkt þess falla úr gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum. Undir þeim lögum hefur kirkjan starfað í tæpan aldarfjórðung - þau lög voru einnig á sínum tíma merkur áfangi í átt að sjálfstæðri kirkju. 

Eftir samþykkt þessa frumvarps tekur við nýr tími í kirkjunni. Í nýju lagaumhverfi þarf að venjast ýmsu sem er frábrugðið því sem áður var. 

hsh


  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Trúin

  • Frétt

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta