Bænastarf kvenna

17. mars 2021

Bænastarf kvenna

Hluti úr mynd eftir eina þekktustu listakonu Vanúatú, Juliette Pita

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn næstkomandi föstudag 19. mars í Háteigskirkju og hefst dagskráin kl. 18.00.

Það er undirbúningshópur Bænadags kvenna sem hefur haft veg og vanda af dagskránni. Í hópnum eru nokkrar konur úr hverju kristnu trúfélagi sem taka þátt í verkefninu en þau eru svo dæmi séu tekin þjóðkirkjan, Hvítasunnusöfnuðurinn, Óháði söfnuðurinn, Kaþólska kirkjan, Fríkirkjurnar í Reykjavík og Hafnarfirði og Hjálpræðisherinn. Þessar konur funda, skipta með sér verkum í kringum bænadaginn.

Kvennakórinn Ljósbrot syngur í bænastundinni undir stjórn Keith Reed.

Það eru konur úr undirbúningshópnum sem flytja frásögur kvennanna frá Vanúatú í bænastundinni.

Fé verður safnað með rafrænum hætti, gefið verður upp reikningsnúmer hjá samtökum um Bænadaginn. Séð verður til þess að féð komist í hendur kvennanna í Vanúatú.

Á Feisbókarsíðu Alþjóðabænadags kvenna  stendur að dagurinn sé haldinn fyrsta föstudag í mars ár hvert í yfir 170 löndum. Nú er hann haldinn þriðja föstudag í mars og er það vegna kórónuveirufaraldursins. En samkomur verða um allt land!

Þann 8. mars 1935 var Alþjóðlegur bænadagur kvenna fyrst haldinn hérlendis og þá á vegum Kristniboðsfélags kvenna en frá árinu 1959 hefur hann verið árviss viðburður, í rúm 60 ár. Fyrstu þrjá áratugina var bænadagurinn í umsjá Hjálpræðisherskvenna. Árið 1964 hafði sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir forystu að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa bænadaginn og hefur verið svo æ síðan, í 57 ár.
Hvað er Vanúatú?
Eyríki í Suður-Kyrrahafi með tæplega þrjú hundruð þúsund íbúum. Rúmlega 80% íbúa Vanúatú eru kristinnar trúar. Eyjarnar voru nýlendur Frakka og Englendinga og fengu sjálfstæði 1980.
hsh















  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi