Rafrænt námskeið

22. mars 2021

Rafrænt námskeið

Bænadagur kvenna er dæmi um samkirkjulega starfsemi hér á landi - hann var haldinn í síðustu viku í Háteigskirkju og honum stýrði sr. Hildur Björk Hörpudóttir

Stofnun samkirkjulegra rannsókna (e. The Institute for Ecumenica Research) í Strassborg efnir til námskeiðs í haust fyrir lútherska presta og stúdenta og fer það fram á netinu næstkomandi 4.-9. október.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur leggi sitt af mörkum til að greina nánar sjálfsskilning Lútherska heimssambandsins og sér í lagi í ljósi hinnar sígildu fullyrðingar: Lúthersk hugsun er samkirkjuleg. 

Þrjú mikilvæg atriði

Samkirkjuleg saga Lútherska heimssambandsins spannar sex áratugi og margir sigrar hafa unnist á þeim tíma. Þar er helst að nefna sameiginlega yfirlýsingu lúthersku kirkjunnar og þeirrar rómversk kaþólsku um réttlætingu af trú árið 1999 og samkirkjulegrar bænastundar í Lundi með Frans páfa árið 2016 í tilefni af siðbótarafmælinu 2017. Farið verður yfir sögu samkirkjuhreyfingarinnar og fjallað um helstu áfanga hennar. Samkirkjuleg fræði eru ekki fyrirferðamikil í kennslu lútherskra prestsefna og því talið nauðsynlegt að verja nokkrum tíma í að kynna hana.

Þátttakendur verða beðnir um að greina frá sambandi heimakirkna þeirra við samkirkjuhreyfinguna og hvað hafi verið unnið í þeim málum á heimavelli og hver sé almenn afstaða til hennar. Með því að skiptast á upplýsingum gefst kjörinn vettvangur til að ræða málin, beita hugtökum og skilgreiningum sem samkirkjuleg fræði notast við.

Námskeiðið stendur yfir í sex daga og er hámarksfjöldi þátttakenda tuttugu. Með því gefst afar gott tækifæri fyrir þátttakendur úr ólíkum áttum að ræða saman og kynnast.

Lútherska heimssambandið horfir björtum augum til þessa námskeiðs og væntir mikils af því.

Námskeiðið fer fram á ensku og því verður enskukunnátta þátttakenda að vera afar góð. Sömuleiðis er krafist haldgóðrar guðfræðimenntunar og góðs stuðnings heimakirkjunnar. Þá er horft til þess að þátttakendur hafi nokkurra ára reynslu af prestsskap, eða stúdenta sem komnir eru vel á veg í guðfræðinámi sem tengist lútherskri guðfræði.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2021.

Studienkurs_APPLICATION FORM-StudyingEcumenism2021 (1) - Umsóknarblað.docx (Viðkomandi vistar skjalið í tölvu sinni og getur þá fyllt það út og sent sem viðhengi á uppgefið netfang).

Nánar um námskeiðið. 

hsh

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra