Hólahátíð felld niður

5. ágúst 2021

Hólahátíð felld niður

Dúfa heilags anda yfir prédikunarstóli Hóladómkirkju - mynd: hshHólanefnd hefur tekið ákvörðun um að fella Hólahátíð niður en hún hafði verið boðuð 14.-15. ágúst. Það er gert í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Enda þótt hátíðin félli innan þeirra samkomutakmarkana sem í gildu eru var talin ástæða til að aflýsa henni þar sem aðstandendur hennar vildu sýna ábyrgð í verki til að koma í veg fyrir hugsanlegt hópsmit.

Dagskrá hátíðarinnar var myndarleg eins og fram kom í umfjöllun á kirkjan.is fyrir nokkru.

Þrátt fyrir að Hólahátíðin sé felld niður verður engu að síður hátíðarguðsþjónusta í Hóladómkirkju sunnudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, sóknarprestur Hofsós- og Hólaprestakalls, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt vígslubiskupi, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Organisti Jóhann Bjarnason. Kirkjukór Hóladómkirkju syngur. Tónlist: Þórunn Vala Valdimarsdóttir, sópran, og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, syngja, Gróa Margrét Valdimarsdóttir leikur á fiðlu, Júlía Mogensen leikur á selló og Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á sembal. Guðsþjónustan verður tekin upp og henni útvarpað 22. ágúst n.k.

Þá verða tónleikar í kirkjunni haldnir sama dag kl. 16.00 þar sem fram koma Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðluleikari, Júlía Mogensen, sellóleikari, og Lára Bryndís Eggertsdóttir, semballeikari.

Hólahátíð var líka felld niður í fyrra og er þetta því í annað sinn sem kórónuveirufaraldurinn bregður fæti fyrir hana.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju