Aukakirkjuþingi 2021 lokið

5. október 2021

Aukakirkjuþingi 2021 lokið

Frá fundi aukakirkjuþings í gær - mynd: hsh

Aukafundur kirkjuþings 2020-2021 hófst um miðjan dag í gær í Katrínartúni 4, Reykjavík. Meirihluti kirkjuþingsmanna tók hins vegar þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þá var streymt var frá fundinum.

Á kirkjuþingi hefur fækkað um einn þingmann úr röðum leikmanna þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur, hefur sagt sig frá þingstörfum þar sem hann er nú orðinn starfsmaður þingsins. Þannig háttar til að varamenn hans hafa allir tekið vígslu og því er engum til að dreifa sem getur tekið sæti hans. Á kirkjuþingi sitja 17 leikmenn og 12 vígðir og eru þeir fyrrnefndu nú einum færri og því stendur þingmannatala á jöfnu, 28.

Tvö mál voru á dagskrá.

Annars vegar mál nr. 7 um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Það var rætt á fundi kirkjuþings fyrir mánuði og vísað svo til fastanefnda kirkjuþings sem ræddu málið í þaula. Útkoman var breytingartillaga til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Nefndirnar afgreiddu málið nánast einum rómi– einn nefndarmaður sat hjá.

Framsögumaður málsins var Steindór R. Haraldsson. Nokkrar umræður urðu um tillöguna og lýstu þau sem til máls tóku almennri ánægju sinni með niðurstöðu málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða utan hvað einn kirkjuþingsmaður sat hjá.

Þá var tekið fyrir 9. mál, tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til tillögugerðar um áframhaldandi gildi starfsreglna kirkjuþings. Framsögumaður málsins var Anna Guðrún Sigurvinsdóttir. Forsætisnefnd tilnefndi í starfshópinn Annýju Ingimarsdóttur, Bryndísi Möllu Elídóttur og Stefán Magnússon.

Síðan flutti biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, fararblessun og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþingsins, sleit aukakirkjuþingsfundinum laust fyrir kl. 17.00 en hann hófst kl. 16.00.

Skrifstofustjóri þingsins er Ragnhildur Benediktsdóttir og ritari er Jóna Finnsdóttir. Um tæknimálin sá Hermann Björn Erlingsson. 

Næsta reglulega kirkjuþing, 2021-2022, kemur saman 23. október n.k.

hsh  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Kertaljós 3.jpg - mynd

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

27. nóv. 2023
.......í Háteigskirkju 30. nóvember kl. 20:00
Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings ásamt framkvæmdastjóra og forseta kirkjuþings

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

27. nóv. 2023
......kosin 18. nóvember
Kirkjuþingsbjalla.jpg - mynd

Kirkjuþingi var fram haldið 18. nóvember

24. nóv. 2023
.....nokkur mál afgreidd