Öll á sama báti

26. október 2021

Öll á sama báti

Dettifoss í október 2020 - mynd: hsh

Föstudaginn 29. október verður haldin ráðstefna í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 13.30–15.30 um umhverfismál undir yfirskriftinni: Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar.

Ráðstefnan er haldin á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins.

Dagskrá
Sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, setur ráðstefnuna: Loftslagsmál, börnin og framtíðin.

Erindi
• Halldór Þorgeirsson, fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá‘ía á Íslandi: Trú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
• Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni: Kynning á nýjustu skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar.
• Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild H.Í: Nánar um IPCC skýrsluna: Hörfun jökla og hækkun sjávarstöðu eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Örinnlegg
• Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
• Hjördís Jónsdóttir, stofnandi Skógræktarfélagsins Ungviður.
• Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
• Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi frá Ungum umhverfissinnum.
• Sr. Axel Árnason Njarðvík í umhverfishópi þjóðkirkjunnar.
• Áróra Árnadóttir, nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
• Gunnar Hersveinn, athafnastjóri hjá Siðmennt.

Málþingsstjóri: Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild við Háskóla Íslands.

Streymt verður frá málþinginu, hér er slóðin. 

hsh


  • Þing

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Frétt

Sr. Vigfús Þór Árnason nafngreinir nokkra  - mynd: hsh

„Jú, þetta er hann...!“

01. des. 2021
...mikið verk fram undan - og spennandi!
Frá vinstri: Brynhildur Ósk, Vilborg Ólöf, sr. Agnes, Margrét, sr. Elínborg; efri röð: sr. Hans Guðberg, sr. Henning Emil, og Andrés - mynd: hsh

Djákni vígður

29. nóv. 2021
...til Bessastaðasóknar
Leuenberg-samkomulagið verður undirritað í einni af höfuðkirkju landsins, Hallgrímskirkju - mynd: hsh

Söguleg athöfn

27. nóv. 2021
...undirritun samkomulags