Störf kirkjuþings

23. nóvember 2021

Störf kirkjuþings

Kirkjuþing var haldið á Grand Hotel Reykjavík í sal sem heitir Háteigur - aðstaða var prýðilega góð - mynd: hsh

Kirkjuþing 2021-2022 hélt störfum sínum áfram í gær en fundum þess var frestað í október s.l. Lok mála eru tengd málsnúmerum en hægt er að glöggva sig á málunum öllum með því að skoða málaskrá þingsins

Viðamesta málið að þessu sinni var afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Niðurskurður nemur um 285 milljónum og eftir situr halli upp á um 170 milljónir. Mikilvægt er að allir söfnuðir átti sig á stöðu mála. Um sársaukafullar aðgerðir er að ræða sem kirkjufólk horfist í augu við um þessar mundir.

Þessi mál voru afgreidd í gær og í dag:

1. Mál nr. 2:  Nefndarálit og þingsályktun um skýrslu kirkjuráðs um fjármál Þjóðkirkjunnar. Síðari umræða. Samþykkt samhljóða. 

2. Mál nr. 6: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um vinnu vegna stefnumótunar í samskipta-, ímyndar og kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Síðari umræða. Samþykkt samhljóða.

3. Mál nr. 8: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um kjör til kirkjuþings.Síðari umræða.Tillaga meirihluta nefndarinnar samþykkt.

4. Mál nr. 10: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um kirkjuþing. Síðari umræða. Samþykkt samhljóða. 

5. Mál nr. 11: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um þingsköp kirkjuþings. Síðari umræða. Samþykkt samhljóða. 

6. Mál nr. 15: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Síðari umræða. Samþykkt samhljóða. 

7. Mál nr. 22: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um stofnun starfshóps til að skilgreina þörf fyrir presta og djákna vegna vígðrar grunnþjónustu Þjóðkirkjunnar á landsvísu. - Miklar umræður urðu um málið og lýstu kirkjuþingsmenn yfir ánægju sinni með niðurstöðu allsherjarnefndar í málinu. Málið var samþykkt samhljóða. 

Forsætisnefnd gerði tillögu um eftirtalda einstaklinga í starfshópinn og voru þeir samþykktir:

Sr. Arna Grétarsdóttir
Sr. Gísli Gunnarsson
Hermann Ragnar Jónsson
Svana Helen Björnsdóttir
Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir

Mál nr. 31: Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, með síðari breytingum. Síðari umræða. Málið dregið til baka. 

Mál nr. 27: Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um íslensku þjóðkirkjuna erlendis. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 28 Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um stuðning þjóðkirkjunnar við safnaðarstarf erlendis  Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 30: Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Fyrri umræða. Frestað.

Mál nr. 35:  Tillaga til þingsályktunar um Vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða. 

Mál nr. 38: Tillaga að starfsreglum um rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar. Fyrri umræða. Frestað.

Mál nr. 40: Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins nr. 952/2009, með síðari breytingum. Fyrri umræða. Samþykkt.samhljóða.

Mál nr. 41:  Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um áframhaldandi gildi starfsreglna þjóðkirkjunnar. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða. 

Mál nr. 42: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða. 

Mál nr. 43: Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða. 

Mál nr. 44: Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 41Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um áframhaldandi gildi starfsreglna þjóðkirkjunnar. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 45: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 46: Nefndarálit við tillögu til þingsályktunar um Jafnlaunastefnu Þjóðkirkjunnar. Fyrri umræða. Samþykkt samhljóða. 

hsh


Forsætisnefnd kirkjuþings. Frá vinstri: Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, Guðlaugur Óskarsson og Margrét Eggertsdóttir


Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sat þingið sem biskup Íslands en sr. Agnes er í leyfi


Glatt á hjalla - eða á þingi: Frá vinstri: sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Gísli Gunnarsson og Drífa Hjartardóttir. Sitjandi frá vinstri: sr. Skúli Sigurður Ólafsson og Stefán Magnússon.

 


Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri kirkjuþings, önnum kafin


Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Guðrún Karls Helgudóttir


  • Kirkjuþing

  • Menning

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Frétt

Altari Guðríðarkirkju

Þrjátíu ár frá snjóflóðunum í Súðavík

16. jan. 2025
...minningarstund í Guðríðarkirkju í kvöld, 16. janúar, kl 20:00
Sr. Örn og sr. Sigríður Kristín við upphaf guðsþjónustunnar

Stórskemmtileg stemmning í troðfullri Bústaðakirkju

16. jan. 2025
...Glitnisbræður í heimsókn