Laust starf: Organisti

7. maí 2022

Laust starf: Organisti

Orgel Akraneskirkju er gæðahljóðfæri - mynd: hsh

Organistar koma og fara eins og aðrir starfsmenn safnaða. Þeir eru lykilmenn í safnaðarstarfi enda skipar tónlist þar veglegan sess. Kórastarf í söfnuðum er mikilvægur þáttur í menningarlífi hvers samfélags. Kórinn er ómissandi í öllu helgihaldi og við kirkjulegar athafnir. Auk þess er kórinn viss kjarni í öllu safnaðarstarfi.

Nú er laus staða organista við hina fallegu kirkju á Akranesi:

Spennnandi staða
„Auglýst er laus til umsóknar 100% staða organista og kórstjóra við Akraneskirkju frá 1. september næstkomandi. Akranessöfnuður er stærsti söfnuður í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Kirkjan þjónar rúmlega 7.800 íbúum Akraneskaupstaðar sem er stærsti íbúakjarni á Vesturlandi.

Við Akraneskirkju er mjög virkt helgihald og fjölbreytt og gott safnaðarstarf. Hér starfar teymi þriggja presta ásamt öðru starfsfólki. Í störfum við kirkjuna er lögð rík áhersla á samstarf og teymisvinnu. Organisti hefur starfsaðstöðu á skrifstofu í safnaðarheimilinu Vinaminni ásamt prestum og öðru starfsfólki. Við kirkjuna er starfrækt sjálfstæð útfararþjónusta.

Kór Akraneskirkju telur um 40 kórfélaga sem syngja við kirkjulegar athafnir en kórinn stendur einnig fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi. Kórinn er talinn vera einn af burðarstólpum blómlegs menningarlífs á Akranesi.

Starfsskyldur
• Leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar.
• Hljóðfæraleikur við helgihald, athafnir og annað kirkjustarf.
• Umsjón og stjórnun Kórs Akraneskirkju.
• Umsjón með hljóðfærum í eigu kirkjunnar.
• Stuðningur við annað safnaðarstarf í samstarfi við presta og starfsfólk.

Hæfniskröfur
• Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám. Æskilegt að viðkomandi hafi lokið kantorsprófi.
• Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.
• Listfengi og hugmyndaauðgi
• Góð reynsla af kórstjórn.
• Vilji og geta til að starfa í teymi.
• Stundvísi og góðir skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.

Umsóknarfrestur um starfið er til 3. júní nk.

Með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá. Umsókninni skal fylgja stutt greinargerð um framtíðarsýn í starfi og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þráinn Haraldsson, sóknarprestur, í s. 866-0112 og á thrainn@akraneskirkja.is.

Umsóknum skal skilað á netfangið thrainn@akraneskirkja.is“ .

hsh

 


  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Að sjálfsögðu var farið í kapelluna í Vatnaskógi, frá vinstri: sr. Magnús Björn og Ársæll - mynd: Vigdís V. Pálsdóttir

Safnaðarferðir

16. maí 2022
...nú er tíminn
Frá vinstri: Sigurbjörn Þorkelsson og Jóhann Helgason - mynd: hsh

Lifi lífið!

15. maí 2022
...nýr geisladiskur
Blessunarguðsþjónustan í Vídalínskirkju - börnin blessuð af prestum og djákna - mynd: Vídalínskirkja

Nýjung í Garðasókn

14. maí 2022
...blessunarguðsþjónusta