Sumartónar á Suðurnesjum

14. júní 2022

Sumartónar á Suðurnesjum

Hvalsneskirkja umvafin tónum himinsins - mynd: Drífa Hjartardóttir

Fyrir tæpu ári voru fyrstu sumartónleikarnir í Hvalsneskirkju og þeir tókust vel. Kirkjan.is sagði frá því hér.

Nú verður aftur farið af stað með sumartónleikaröð og fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 19.30 undir heitinu Hörputónar. Það er Elísabet Waage, hörpuleikari, sem slær hörpu sína af alkunnri snilld: Noktúrnur, tregaljóð og dillandi dansa.

Magnea Tómasdóttir er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. Hún segir að tónleikarnir í fyrra hafi verið vel sóttir miðað við kórónuveirutíma. „Við eigum von á góðri aðsókn núna,“ segir hún „tónleikagestirnir koma víða að – bæði af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu enda er dagskráin vönduð og skemmtileg.“

Í sumar verða sem sé þrennir tónleikar: í júní, júlí og ágúst - þeir fyrstu í kvöld eins og áður sagði.

Feisbókarsíða sumartóna í Hvalsneskirkju.

Sumartónar í júlí og ágúst

Þriðjudaginn 12. júlí kl 19.30
SÖNGLÖG ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Bjarni Thor Kristinsson söngvari
Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari

Þriðjudaginn 9. ágúst kl 19.30
KVÖLDSTUND MEÐ KLARINETTUM
Grímur Helgason klarinett
Kristín Þóra Pétursdóttir klarinett
Klarinettudúettar frá Mozart til okkar tíma.

Miðaverða er 2.500 kr. en ókeypis er inn fyrir 18 ára og  yngri.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðunesja.

Tónleikahald í Hvalsneskirkju er nýlunda og hefur farið vel af stað. Kirkjan.is sagði til dæmis síðast frá föstutónleikum þar. Menningarstarfsemi á vel heima í kirkjum landsins. Kirkjurnar geyma mörg trúarleg listaverk og sögu lands og þjóðar. Það er andleg upplifun að sitja í kirkju og hlýða á listafólk flytja sígild tónverk. 

Nú er bara að skella sér suður með sjó í kvöld, svo í júlí og ágúst

hsh

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall