Kosning hefst á morgun

22. júní 2022

Kosning hefst á morgun

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Kosning vígslubiskups er rafræn og mun hefjast á morgun, fimmtudaginn 23. júní kl. 12.00 á hádegi og standa til þriðjudagsins 28. júní kl. 12.00.

Á kjörskrá eru 739.

Niðurstaða tilnefninga lá fyrir 24. maí og eru tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru í kjöri:

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, 
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Þorgrímur Danielsson, sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli, 
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Kynningu á sr. Gísla og sr. Þorgrími má lesa hér

Samkvæmt 16. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa skal talning atkvæða hefjast innan sólarhrings frá lokum kosningar. Áður en talning hefst skulu atkvæðin afkóðuð.

hsh


  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Frétt

Mótmælendur límdu sig við ramma myndarinnar - mynd: The Daily Telegraph

Erlend frétt: Hver er Júdas?

06. júl. 2022
...trú og umhverfismál
Sveinbjörn Blöndal í góðum félagsskap herra Guðbrands Þorlákssonar og fleiri andans kappa- mynd: hsh

Viðtalið: Menningarlegt þrekvirki

05. júl. 2022
...um Guðbrandsbiblíu og fleira
Hallgrímskirkja í gær - Bente Colding-Jørgensen stjórnar nokkrum félögum úr Nordisk Koncertkor Nuuk - mynd: hsh

Kirkjulegt menningarstarf

04. júl. 2022
...kór frá Nuuk og upphafstónleikar Orgelsumarsins