Þau sóttu um

22. júlí 2022

Þau sóttu um

Glerárkirkja - mynd: Sigurður Ægisson

Biskup Íslands óskaði eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september 2022.

Umsóknarfrestur rann út 17. júlí síðastliðinn. 

Þrjú sóttu um og tvö óskuðu nafnleyndar:

Helga Bragadóttir, mag. theol.

Glerárprestakall
Prestakallið er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað. Í því er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrar- og Laugalandsprestakall.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

slg/hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall