Þau sóttu um

22. júlí 2022

Þau sóttu um

Grafarvogskirkja - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti eftir djákna til þjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september næstkomandi.

Fjórir umsækjendur voru um starfið. Tvö óska nafnleyndar, en hin eru dr. Guðmundur Brynjólfsson djákni og Kristín Kristjánsdóttir djákni.

Umsóknarfrestur var til 17. júlí 2022.

Djáknastarfið
Um fullt starf er að ræða og gerð er krafa um djáknamenntun frá guðfræði- og trúabragðadeild Háskóla Íslands eða sambærilega menntun. Starfsvið djákna mun fyrst og fremst felast í starfi með eldri borgurum, sálgæslu, fræðslu og helgihaldi. Lögð er áhersla á að umsækjandi hafi reynslu í sálgæslu og sorgarvinnu með börnum og fullorðnum. Reynsla af því að leiða helgihald er æskileg.
Um val á umsækjendum er vísað til leiðbeinandi reglna biskups Íslands við ráðningu djákna sem birtar eru á heimasíðu kirkjunnar hér.

 

slg


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut