Hafdís ráðin

2. september 2022

Hafdís ráðin

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til þjónustu í Laufásprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 21. ágúst síðastliðinn.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1.október 2022, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Valnefnd kaus Hafdísi Davíðsdóttur mag.theol til starfans og hefur sr. Kristján Björnsson, starfandi biskup staðfest ráðningu hennar.

Hafdís Davíðsdóttir er fædd árið 1992 og ólst upp á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2011. Eftir stúdentspróf gerðist hún au-pair í Bandaríkjunum og dvaldi þar í tvö ár. Árið 2013 hóf hún nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og útskrifaðist með mag. theol. próf þaðan veturinn 2021. Hafdís hefur verið hluti af kirkjustarfi nánast alla sína tíð, hún hefur verið í æskulýðs-, unglinga- og stúdentastarfi bæði hérlendis og erlendis og einnig tilheyrt bænahópum, kirkju- og gospelkórum. Hafdís var með sunnudagaskóla, barna- og æskulýðsstarf í Langholtskirkju og barna- og æskulýðsstarf í Laugarneskirkju og sunnudagaskóla í Innri Njarðvíkurkirkju. Auk þess hefur hún gegnt starfi kirkjuvarðar í afleysingum í Akureyrarkirkju og Laugarneskirkju. Eiginmaður hennar er Heiðar Örn Hönnuson og er hann rafvirki hjá Hótel Keflavík. Þau eiga 10 ára gamlan hund sem heitir Loki.
Prestakallið

Í Laufásprestakalli eru fimm sóknir, Laufás- og Grenivíkur-, Svalbarðs-, Háls-, Ljósavatns- og Lundarbrekkusóknir.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

slg


 • Barnastarf

 • Fræðsla

 • Guðfræði

 • Kirkjustarf

 • Prestar og djáknar

 • Safnaðarstarf

 • Sálgæsla

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Starf

 • Æskulýðsmál

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

25. sep. 2023
....æskulýðsmál og húmor til umræðu
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september