Andlátsfregn

29. september 2022

Andlátsfregn

Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir

Sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir fyrrum prófastur er látin 78 ára að aldri.

Sr. Jóhanna fæddist þann 25. apríl árið 1944 í Kolholtshelli í Villingaholtshreppi.
Faðir hennar var sr. Sigmar Ingi Torfason sóknarprestur og prófastur á Skjeggjastöðum og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir skólastjóri og oddviti á Skjeggjastöðum.

Jóhanna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1965 og tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1966.

Sr. Jóhanna fór til Svíþjóðar í djáknanám í Samariterhemmet i Uppsölum veturinn 1971-1972.

Eftir það sótti hún nám í guðfræðideild Háskóla Íslands í einn vetur 1972 til 1973. Hún fór aftur í guðfræðideildina árið 1992 og lauk cand. theol. prófi þaðan árið 1998.


Sr. Jóhanna var afar fjölhæf og vann á sínum yngri árum við kennslustörf og var sumarbúðastjóri í Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar.

Hún var forstöðukona á Hrafnistu 1975-1999

Sr. Jóhanna var skipaður sóknarprestur í Eiðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi frá 1. júní 1999 vígð 24. maí sama ár í Skálholtsdómkirkju. 

Þann 1. júní árið 2005 var hún skipaður prófastur í Múlaprófastsdæmi.  Siðar varð hún prestur í sameinuðu Egilstaðaprestakalli.

Sr. Jóhanna var gift Kristmundi Magnúsi Skarphéðinssyni og eignuðust þau tvö börn.

Sr. Jóhanna var ákaflega traust kona, ákveðin og hafði sterka kímnigáfu.  Hún bar Kirkjumiðstöðina á Eiðum á bænarörmum og sat þar í stjórn um árabil.

 

slgMyndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

Jóladagatalið Gefum gæðastund í skóinn.jpg - mynd

Samverustundir í skóinn

09. des. 2022
.........“sjáðu mig!“
Svalbarðskirkja flutt fyrir 50 árum -mynd akureyri.net

Kirkjur á ferð og flugi

08. des. 2022
..........50 ár frá flutningi Svalbarðskirkju
Sr. Ragnheiður, Margrét og sr. Gísli -mynd Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir

Mikilvægt að kirkjan þjóni Íslendingum erlendis

06. des. 2022
.......sr. Gísli Gunnarsson heimsækir söfnuðinn á Spáni