Auglýst eftir presti í Bjarnanesprestakall

7. nóvember 2022

Auglýst eftir presti í Bjarnanesprestakall

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Bjarnanesprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Starfið er tvíþætt og felur í sér skyldur prests við Bjarnanesprestakall ásamt skyldum héraðsprests í Suðurprófastsdæmi.

Sjá auglýsingu um starfið í heild sinni á vef kirkjunnar.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 4/2021 og starfsreglna um presta nr. 1011/2011.

 

Prestakallið

Í Bjarnanesprestakalli eru fimm sóknir.

Hafnarsókn er með langflesta íbúa eða rúmlega 1800, Bjarnanessókn með 250 íbúa, Brunnhólssókn með um 75 íbúa, Hofssókn um 240 og Kálfafellsstaðarsókn með um 115 íbúa. Samtals eru í prestakallinu um 2500 íbúar.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna–biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Fyrirvari

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol./cand.theol.- prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni–Biskupsstofu.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.

Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 8626585 eða á netfangið halldora.j.thorvardardottir@kirkjan.is

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni-biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is

Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. nóvember 2022

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.

Á vef kirkjunnar má finna eyðublað þar sem umsækjendur geta óskað nafnleyndar.

Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.

 

slgMyndir með frétt

 • Biskup

 • Embætti

 • Fræðsla

 • Guðfræði

 • Kærleiksþjónusta

 • Kirkjustarf

 • Prestar og djáknar

 • Prófastur

 • Safnaðarstarf

 • Sálgæsla

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Auglýsing

Jóladagatalið Gefum gæðastund í skóinn.jpg - mynd

Samverustundir í skóinn

09. des. 2022
.........“sjáðu mig!“
Svalbarðskirkja flutt fyrir 50 árum -mynd akureyri.net

Kirkjur á ferð og flugi

08. des. 2022
..........50 ár frá flutningi Svalbarðskirkju
Sr. Ragnheiður, Margrét og sr. Gísli -mynd Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir

Mikilvægt að kirkjan þjóni Íslendingum erlendis

06. des. 2022
.......sr. Gísli Gunnarsson heimsækir söfnuðinn á Spáni