Sr. Bolli Pétur settur í embætti

7. nóvember 2022

Sr. Bolli Pétur settur í embætti

Sr. Hans Guðberg, sr. Bolli og sr. Arnór

Á fallegum haustdegi á Vatnsleysuströndinni var nýr prestur í Tjarnaprestakalli, sr. Bolli Pétur Bollason, settur inn í embætti prests í Tjarnarprestakalli við hátíðlega athöfn.


Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi sagði fréttritara kirkjan.is frá athöfninni og sagði að innsetning í embætti sé gamall og táknrænn siður.

"Þá er söfnuðurinn beðinn um að taka á móti hinum nýja presti í kærleika og prófastur „biður presti virkta hjá söfnuði“.

Presturinn er hvattur til að eiga góð samskipti við sóknarbörn sín."

Sr. Hans Guðberg sagði síðan:

„Það var hátíðleg stund á allra heilagra messu í Kálfatjarnarkirkju þar þjónuðu saman auk mín, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg sóknarprestur Tjarnaprestakalls og sr. Bolli Pétur en hann prédikaði einnig.

Í predikuninnin talaði hann um mikilvægi samkenndar, starfið í prestakallinu og mikilvægi þess að við tækjum vel á mólti flóttafólki.

Daníel Arason var við orgelið og Kór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórn hans, en hann er að leysa Erlu Rut Káradóttur af í fjarveru hennar.“


Sr. Hans Guðberg las erindisbréf sr. Bolla Péturs og afhenti honum það.


Að innsetningarmessunni lokinni var boðið í kaffisamsæti í Álfagerði suður í Vogum en Kvenfélagið Fjóla hafði veg og vanda að því.


slgMyndir með frétt

Sr. Bolli Pétur í predikunarstól Kálfatjarnarkirkju
  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Embætti

Jóladagatalið Gefum gæðastund í skóinn.jpg - mynd

Samverustundir í skóinn

09. des. 2022
.........“sjáðu mig!“
Svalbarðskirkja flutt fyrir 50 árum -mynd akureyri.net

Kirkjur á ferð og flugi

08. des. 2022
..........50 ár frá flutningi Svalbarðskirkju
Sr. Ragnheiður, Margrét og sr. Gísli -mynd Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir

Mikilvægt að kirkjan þjóni Íslendingum erlendis

06. des. 2022
.......sr. Gísli Gunnarsson heimsækir söfnuðinn á Spáni