Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

10. nóvember 2022

Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

Nýja sálmabókin

Stór dagur er í kirkjunni um allt land sunnudaginn 13. nóvember, en þá verður ný sálmabók formlega tekin í notkun.

Mikil vinna liggur að baki útgáfunni, en í sálmabókinni eru 795 sálmar og er mikil breidd í vali á sálmunum.

Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum.

Sálmarnir endurspegla fjölbreytt helgihald kirkjunnar við mismunandi aðstæður, lög sálmanna sýna afar fjölbreyttan tónlistarstíl.

Öll lögin eru hljómsett.

Sunnudaginn 13. nóvember næst komandi verður sálmabókin formlega tekin í notkun með bæn og blessun Biskups Íslands í útvarpsmessu í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst hún kl. 11:00 f.h.

Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins predikar í tilefni af árlegum kristniboðsdegi.

Fulltrúar úr sálmabókarnefndinni taka þátt í guðsþjónustunni og afhenda Biskupi Íslands fyrsta eintakið á formlegan hátt.

Sálmabókinni hefur verið dreift í kirkjur um allt land og taka guðsþjónustur dagsins víða mið af þessum tímamótum í kirkjunni.

 

slg

 

 

 

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Biskup

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju mynd-Sr. Aldís Rut

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

25. nóv. 2022
......íhugun er mikilvæg í erli daganna
bjalla.jpg - mynd

64. kirkjuþingi framhaldið í dag

25. nóv. 2022
64. kirkjuþingi verður framhaldið í dag
Aðventukrans - mynd: hsh

Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

24. nóv. 2022
......fyrsti sunnudagur í aðventu og upphaf nýs kirkjuárs